14. febrúar 2005  #
18 barna faðir í Álfheimum
Þá er 2.SJO búinn að brillera á bekkjarskemmtun. Að sjálfsögðu ;) Því miður vantaði nú 5 nemendur, þessi leiðinda flensa að skemma allt saman. Þau sem gátu mætt stóðu sig frábærlega við að redda málunum þrátt fyrir fámenni en þetta er aðallega svo sorglegt fyrir þá sem misstu af. Ég þekki það, því ég hef oftar en einu sinni verið krakkinn sem missti af einhverju skemmtilegu af því ég var veik (eða fótbrotin) heima.

En mikið er það nú samt góð tilfinning að sýningin sé búin, sérstaklega af því hún gekk nú svo vel. Verð að viðurkenna að þó að ég hafi ekki þurft að gera neitt á sjálfri sýningunni þá var ég þvílíkt stressuð. Leið eiginlega eins og ég væri sjálf að fara að leika. En það er nefnilega svo skrýtið að það er svolítið stressandi að eiga einmitt ekkert að gera og standa svo bara og vona að allir geri það sem þeir eigi að vera að gera. Geta ekkert ráðskast eða stjórnað meira sjálfur. Ekki að það hafi neitt þurft, þau gerðu þetta allt svo vel.

Já, það er svona þegar maður á ennþá engin börn sjálfur, þá er maður svo rosalega stoltur af þessum 18 börnum sem maður á í skólanum. Eiginlega bara svona 18 barna móðir í Hlíðunum ;)

Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
16. febrúar 2005 15:41:50
Alltaf gaman þegar vel gengur.
Þetta lagði afi í belginn
20. febrúar 2005 20:34:44
Frábært, þú hefur örugglega staðið þig vel á bak við tjöldin! Við erum með H.C. Andersen þema og ætlum með börnin í leikhús þegar þeir ætla að sýna úr leikritum eftir hann (já til höfuðborgarinnar) í mars. Þannig að nú þarf ég einmitt að fara að æfa leikrit um Hans klaufa! gott að geta fengið ráð frá þér sem sérfræðingi í skólaleikritum :o) Hafðu það gott mín kæra!
Steinunn
Þetta lagði Steinunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum