17. desember 2005  #
Hangikjöt í Hlíðaskóla

Starfsfólk Hlíðaskóla kom saman í sal skólans í gærkveldi til að snæða hangikjöt og eiga ánægjulega stund saman. Maturinn var ljúffengur að vanda, stemningin hugguleg og tónlistaratriðin stórkostleg, enda var ég í þeim öllum ;) hehe

Leynivinaleiknum lauk og ég fór og upplýsti hina sænsku Maríu í sérdeildinni um að ég hefði verið leynivinurinn hennar. Síðan birtist skólastýran og tilkynnti mér að hún væri leynivinurinn minn. Það kom á óvart en við Helga og Rakel höfðum mikið verið að spá í skriftina sem við þóttumst allar kannast eitthvað við. En okkur hafði ekki komið hún Kristrún í hug. Þetta er svo skemmtilegur leikur og það er svo gaman að fylgjast með öllum þegar þeir fara til leynivinanna sinna með síðustu gjöfina og allir fara að hlæja því þá grunaði yfirleitt ekkert hver leynivinurinn þeirra væri. Ég hlakka strax til næstu jóla til að geta farið í leikinn enn á ný!

Eftir matinn bauð Kristrún skólastjóri okkur heim til sín en ég stoppaði reyndar ekki lengi því ég er komin með einhverja hvimleiða hálsbólgu og fannst ég vera að verða lasin. Kannski er ég bara þreytt, veit ekki, en ætla alla vega ekki að láta það aftra mér frá því að njóta helgarinnar :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
17. desember 2005 23:53:04
Myndasmiðurinn er farinn eitthvað að þreytast......allar þessar frægu "söngkonur" á staðnum og enginn paparazzi.....mabaraspyrsig!
Þetta lagði Rakel í belginn
19. desember 2005 21:51:59
Oh en spennandi leikur! :D
Þetta lagði Theó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum