17. apríl 2005  #
Strætóvinkona mín
Mér brá pínulítið þegar ég skoðaði Fréttablaðið í dag og sá að hún Erna strætóvinkona mín væri látin. Við vorum strætóvinkonur þegar ég var yngri því við tókum alltaf strætó á sama stað á Austurbrún. Við styttum biðina eftir strætó með því að spjalla saman um daginn og veginn og það var alltaf jafngaman að hitta hana Ernu í strætóskýlinu. Hún sagði mér oft frá leiksýningum sem hún fór á því hún var mjög dugleg að skella sér í leikhús. Hún var alltaf svo hress og það var því svolítið skrýtið að sjá hana í andlátstilkynningunum, ég var einhvern veginn alveg viss um að hún væri enn að taka strætó og fara í leikhús og myndi halda því áfram í mörg ár til viðbótar.

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
18. apríl 2005 00:47:04
Já, mér brá nú líka þegar ég sá að hún Erna væri látin. Þetta var mjög merkileg kona og frábært hvað hún var dugleg að sækja alla menningarviðburð. Hún lét það ekki stoppa sig þó hún færi ein, heldur sagðist alltaf hitta einhverja til að tala við. Hún kynntist þér t.d. á strætóstöð og mér í sunnudagsmessu.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum