|
17. júní 2005 # Til hamingju með daginn, samlandar góðir Skáti hússins, hún Kristín, hjálpaði mér að rifja upp hvernig á að flagga. Ég flaggaði alltaf á sunnudögum meðan ég var að vinna í Hallgrímskirkju en var nú eitthvað pínulítið farin að ryðga. Ég tók að mér á síðasta fundi að vera umsjónarkona fánans okkar og sjá um að flagga á merkisdögum. Finnst það sko ekki leiðinlegt hlutverk, íslenski fáninn er svo fallegur :) Of mikil sól?
Hver var það sem sagði að það væri alltaf rigning á 17. júní? Það var alla vega þvílík bongóblíða í dag og glampandi sólskin. Við kíktum aðeins á Rútstúnið hérna í Kópavoginum og fengum fína 17. júní-stemningu beint í æð og fórum svo til Ömmu Dídí og fengum pönnukökur og rjómatertu. Alveg ekta 17. júní dag :) Fyndnasta frétt dagsins er samt sú að það hafi liðið yfir nokkra vegna hita á Austurvelli. Ekki misskilja mig, ég er ekki það illa innrætt að það hlakki í mér þegar það líður yfir saklaust fólk úti í bæ. Mér finnst bara rosalega fyndið að það geti verið svo gott veður hér á landi, sérstaklega á 17. júní, að það líði yfir fólk vegna hita... Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Alltaf gaman ad hafa íslenska fánann.
Þetta lagði Mamma í belginn