|
18. október 2005 # Hrekkjóttir raftækjadraugar Nemandi minn lenti í því í dag að fá út 11 sem svar þegar hún lagði saman 8 og 5 á vasareikninum. Henni fannst þetta nú eitthvað bogið og bar þetta undir mig og reiknaði dæmið aftur. Þá að sjálfsögðu hætti vasareiknirinn allri vitleysu og sýndi 13. Ég sagði henni frá draugunum sem fela sig í raftækjunum og gera alls kyns óskunda en láta sig svo alveg hverfa um leið og maður kallar á aðstoð, bara til að gera mann kjánalegan. Umræddir draugar eru stundum að stríða mér og láta eitthvað vera bilað í tölvunni, alveg þangað til ég kalla á Jóa til aðstoðar. Þá er aldrei neitt að. Skilst að mamma hafi líka stundum orðið fyrir barðinu á draugunum og samstarfsfólk mitt hefur einstaka sinnum lent í svipuðu þegar ég er kölluð til aðstoðar. Þetta er nefnilega ótrúlega útbreitt vandamál. * * * * * * * Annars er það nú helst af mér að frétta að ég var orðin ferlega slöpp þegar líða fór á vinnudaginn. Fór föl og fá heim kl. hálffjögur, lagðist upp í rúm og er nýskriðin fram úr. Hitastigið í kringum 37,5. Svo sem ekki mikið en nóg til að gera mann hálftuskulegan. Planið er samt að hvílast bara vel í kvöld og geta svo mætt endurnærð í vinnuna á morgun. Það er nefnilega svo mikill vandi að vera ómissandi, þá getur maður ekki verið veikur heima...
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Afslöppun
Hæhæ,
farðu nú vel með þig - það er betra að vera einn dag heima og slappa af heldur en eyða kannski 2 vikum í að vera ómögulegur. Passa upp í kroppinn Sigurrós mín - þú átt bara einn ;o)
*Knús*
Stefa (og litla kríli enn í rólegheitum)
Þetta lagði Stefa í belginn
Búálfarnir.
Já Sigurrós mín það er ótrúlegt með þessa raftækja- og tölvuhrekki. Ég held að Búálfarnir séu að stelast í tækin hjá mér, aðallega tölvuna. Þeir eru bara ekki orðnir nógu tæknivæddir til að kunna á græjurnar og því fer sem fer.
Láttu þér batna.
Þetta lagði Mamma í belginn