18. september 2005  #
Árni Bergur
Mamma hringdi í mig í gær og sagði mér að séra Árni Bergur, fjölskyldu- og sóknarpresturinn okkar væri látinn. Hann var búinn að vera mikið veikur í meira en ár og virtist í upphafi þessa árs ætla að sigrast á veikindunum.

Ég hitti hann í janúar og sagði honum að ég væri að fara að gifta mig. Hann gladdist við að heyra fréttirnar og sagðist gjarnan vilja taka athöfnina að sér. Þegar líða tók nær sumri fékk hann hins vegar bakslag og benti mér á að finna annan prest til að sjá um athöfnina. Hann sagðist samt vera að hressast aftur og ég vonaði að hann myndi halda áfram að ná bata.

Nú er baráttunni hins vegar lokið. Ég veit að Guð hefur tekið á móti honum með opnum örmum og vísað honum til heiðurssætis. Ég er viss um að núna lítur Árni Bergur í kringum sig í himnaríki, brosir, leggur saman hendur og segir: já, að hugsa sér.


Vertu sæll, elsku Árni Bergur.The image “http://sigurros.betra.is/img/blogg/englar.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum