20. desember 2005  #
Draumakjóllinn

Jólakjóllinn minn bíður eftir mér í versluninni þar sem hann býr. Hann er ótrúlega fallegur en samt á góðu verði. Það eina sem ég þarf að gera er að fara og kaupa hann... þ.e.a.s. ef einhver getur sagt mér hvaða búð þetta er og hvort hún er yfirleitt á Íslandi!

Mig langar svo í ný jólaföt en eftir að hafa þrætt helstu fatabúðirnar þá sé ég það að tískan er ekki að mínu skapi nú í ár. Ég sé bara einfaldlega ekki neitt sem mér finnst fallegt og ég gæti hugsað mér að kaupa. Litirnir, efnin og sniðin eru bara einhvern veginn þannig núna að ég sé engin föt sem mér finnst flott.

Ætli ég verði ekki bara að bíða eftir næstu tískubylgju og vona að hún verði mér frekar að skapi eða læra að sauma og búa sjálf til draumakjólinn minn...?


Uppfært 22. des.
Sá reyndar alveg æðislegan kjól í dag en þar sem ég er ekki alveg að fara að kaupa mér jólakjól á 13.500 kr. þá hangir hann bara ennþá í búðinni...


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
22. desember 2005 12:52:27
KlUKK
Þetta lagði Oddur í belginn
28. desember 2005 19:04:50
Sigurrós! 13.500 er ekkert svo mikið fyrir kjól sem maður er mjög hrifin af. Hvað kaupirðu þér oft kjól? Maður má nú stundum, er það ekki?
Þetta lagði Anna Margrét í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum