|
21. september 2005 # Klukk! :)
Anna frænka klukkaði mig í gær og þar sem mér finnst nú yfirleitt gaman að svona leikjum þá tekur maður auðvitað þátt ;) Leikurinn felst í því að segja fimm sönn atriði um sjálfa(n) sig. (Finnst reyndar svolítið fyndið að það skuli hafa verið gerður leikur til að hvetja bloggara til að segja frá sjálfum sér - hélt við værum nú þegar mjög sjálfhverft fólk sem hefði gaman af að tala um sjálfa(n) sig...hehe) En sem sagt, eftirfarandi atriði eru öll dagsönn! 1) Þegar ég var lítil þá ætlaði ég að verða prestur, söngkona og kennari. Allt saman í einu. Er búin að ná síðastnefna takmarkinu og kemst eins nálægt því næsta og ég get búist við að komast með starfi mínu í Hlíðaskólakórnum. Held samt að það verði lítið úr fyrsta atriðinu - þó það hafi reyndar verið nr. 1 á mínum yngri árum. 2) Eina gæludýrið sem ég hef átt var 3 cm hornsíli sem ég veiddi í læknum við Sælukot. Það lifði í 2-3 vikur í Tupperware-boxi og var jarðað í blómabeði á Kambsveginum eftir að það dó. Vil taka það skýrt fram að mig hefur samt aldrei langað í gæludýr, ég eignaðist þetta alveg óvart. 3) Ég var mjög öflug að spila Wolfenstein á unglingsárunum. Held ég hafi bara verið nokkuð góð í að plaffa þó ég segi sjálf frá ;) 4) Ég hef tvisvar sinnum dottið fullklædd út í sundlaug. Í bæði skiptin edrú. Enda undir 12 ára aldri í bæði skiptin. 5) Ég sýni margvíslega áráttuhegðun; byrja t.d. alltaf að mála hægra augað með maskaranum á undan því vinstra, póstforritið þarf alltaf að vera opið fremst í tölvunni (ef það klikkar þá slekk ég á öllu öðru og byrja upp á nýtt svo það verði fremst) og í bæjarvinnunni vakti ég einu sinni mikla kátínu samstarfsfólks míns þegar ein stelpan tók eftir því að ég hrærði alltaf fimm sinnum í jógúrtinu mínu í hvert skipti sem ég stakk skeiðinni ofan í það til að fá mér meira. Nú ætla ég hins vegar að klukka næstu fimm bloggara svona til að halda leiknum gangandi :) Þeir sem eiga von á því að finna klukk frá mér í sínu bloggi eru: Jóhanna, Unnsteinn, Heiður, Daði og Sigrún. Furðuleg?
Hef svo sem alltaf vitað að ég væri svolítið furðuleg ;) hehe
Leggja orð í belg 2 hafa lagt orð í belg 21. september 2005 12:15:18 hmmmm... ég fékk sömu niðurstöðu og þú.. ætli þetta sé eitthvað í ættinni;) 21. september 2005 13:08:41 40% Já það er ekki vafi að feðurnir hafa verið meira "weird" en mömmurnar. ég er alla vega 10% skárri en þið.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Nú skil ég tölvupóstinn frá þér!
Þetta lagði sigrún í belginn