|
25. febrúar 2005 # Lúin lungu
Gerði aðra tilraun til að fara að sofa kl. 3 síðustu nótt. Það gekk betur. Ég bjó til fjall undir koddanum mínum (tvö flísteppi, eitt stórt rúmteppi , tveir aukakoddar og lak) svo að ég svaf næstum því sitjandi. Var líka dugleg að kyngja hóstanum í stað þess að ræskja mig eða hósta og það erfiðasta af öllu, passa að þegja! ;) Í dag hefur svo gengið á með hóstaköstum - lætin voru þvílík að það hefði ekki komið mér á óvart ef einhver af nágrönnunum hefði skyndilega brotið upp hurðina að íbúðinni til að koma og bjarga mér frá köfnun. Það tekur á taugarnar að hengslast lasinn heima í marga daga og hafa ekki orku í annað en að lúlla (þegar maður þá getur fyrir hósta), horfa á teiknimyndir í sjónvarpinu og dútla í tölvunni. Frekar einhæft og ég er við það að springa úr leiðindum. Ágætt að það skuli vera brúðkaup framundan, heilinn hefur þá eitthvað fyrir stafni meðan hann dundar sér við að plana og úthugsa hin og þessi smáatriði. Fékk "batnaðarkveðju" frá nemanda mínum í gestabókina í dag. Það er alltaf góð tilfinning að vita að manns er saknað :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Alveg yndisleg kveðjan frá nemandanum þínum. Ég þykist vita að augakennari eigi að vera aukakennari.
Þetta lagði Ragna í belginn