27. febrúar 2005  #
Konungsríki mitt fyrir góðan nætursvefn
Það var ekki gaman í nótt. Heldur ekki síðustu nótt. Það lengsta sem ég svaf samfellt var held ég svona einn og hálfur tími. Fjárans hóstinn er að gera mig alveg snar. Aumingja Jói sefur heldur ekki mikið enda erfitt að sofa með síhóstandi sjúkling við hlið sér.
En ég ætla í vinnuna á morgun, svo að það er eins gott að ég nái smá svefni í nótt svo ég detti ekki niður meðvitundalaus í skólastofunni.

Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
28. febrúar 2005 19:24:13
uss!
Uss ekki sniðugt að fara veik/veikur í skólann að smita greyið 6 ára krakkana sigurrós :S átt að vera 1 dag hitalaus heima og fara síðan í vinnuna þá eru 99% líkur á að slái ekki niður aftur.
Þetta lagði Kári í belginn
28. febrúar 2005 19:37:20
Ja, var svo sem hitalaus um helgina, það er bara þessi bannsetti hósti sem er gjörsamlega að drepa mig.
Og með smithættuna, það voru krakkarnir sem smituðu mig svo að nú smita ég þau bara beint aftur tilbaka! ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
1. mars 2005 11:31:20
kveðja...
Hæ skvís,
gaman að fá að fylgjast með á brúðkaupssíðunni ykkar ;) Vonandi batnar þú af hóstanum...
kveðja frá DK,
Þetta lagði Lóa Rut í belginn
8. mars 2005 13:49:32
Parkódein
Taktu parkódein áður en þú ferð að sofa. Kódeinið hefur kröftuga hóstastillandi verkun svo þú ætti að ná betri og lengri svefni. Auk þess eru frekari leiðbeiningar inn á orðabelg móður þinnar.
Þetta lagði Magnús Már í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum