|
29. maí 2005 # Jæja, þá er búið að gæsa mann ;)
Barnakór Hlíðaskóla hélt kór"partý" heima hjá Sigríði tónmenntakennara í gær milli kl. 13 og 15. Við borðuðum pizzur og frostpinna, spreyttum okkur á SingStar og spiluðum Twister og fleiri skemmtileg spil í sólinni úti á palli. Virkilega vel heppnað. Um þrjúleytið foru foreldrar farnir að koma að sækja börnin en ég varð svolítið hissa í eitt skiptið sem dyrabjallan hringdi. Fyrir utan stóðu nefnilega þrjár skvísur sem ég þekki mjög vel og þær voru sko ekki að sækja nein kórbörn heldur mig. Ég vissi um leið og ég sá þær hvað stóð til. Það var komið að því að gæsa mig. Ég greip dótið mitt og fór með þeim út í bíl. Þar fékk ég Woody´s sem ég átti að klára áður en við kæmum á næsta áfangastað. Fór auðvitað létt með það ;) Við fórum yfir á bílaplanið hjá Sporthúsinu en á göngusvæðinu þar hjá átti ég að búa til Jóa-listaverk í náttúrunni. Ég fékk líka afhenta buddu sem ég átti að fylla af peningum með því að betla hjá vegfarendum. Svo var ég sett á línuskauta og tókst með góðri aðstoð að renna mér án þess að slasa mig ;) Síðan fórum við í Smáralindina þar sem ég var sett í vægast sagt efnislítinn klæðnað og send fram á gang til að dansa magadans fyrir framan Hagkaup. Eftir dansinn og smá karp við öryggisvörð Smáralindarinnar fórum við á MacDonalds og fengum okkur í svanginn. Svo tók ég smá sjónvarpsviðtöl við nokkra vegfarendur, þó fæstir hafi nú eitthvað við mig tala... Að þessu loknu var ég búin að safna mér inn öllum stöfunum í stafaþrautina, leysti hana á no time ;) og við brugðum okkur yfir í Sundhöll. Eitthvað hafa nú stelpurnar misreiknað mig þar, því þær bjuggust í alvörunni við því að þær myndu fá mig til að stökkva af brettinu ofan í djúpu laugina. Yeah right! Ég stekk ekki einu sinni af bakkanum þar! En svona fyrir cameruna þá klifraði ég upp á brettið og þóttist ætla að fara að stökkva og svo stökk ég ofan í miðja laugina þar sem grynnra er. Ég er ekki mikil sundhetja ;) Eftir að við vorum búnar að hafa okkur til í Sundhöllinni fórum við með limmósínu yfir á Ítalíu á Laugaveginum. Þangað komu svo mamma og Guðbjörg. Þeir sem voru í djammstuði eftir matinn héldu svo áfram og við fórum á Café Paris og Sólon (þar sem við smökkuðum hið margumrædda töfrateppi!) og loks fórum við Hófí og Assi á NASA þar sem við dönsuðum frá okkur ráð og rænu í tvo klukkutíma samfleytt. Frábær, frábær dagur og sko ekki síðra kvöld! Takk takk takk takk takk fyrir mig!!!!! :) Allar myndirnar frá deginum má sjá hér.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
3 hafa lagt orð í belg
Hæhó,
já hún stóð sig svo sannarlega eins og flottasta sýningarpía enda spurning hvort við sendum hana ekki bara til Las Vegas!! En þetta hefði að sjálfsögðu ekki gengið upp nema allir hafi lagt sitt af mörkum og alveg frábært hvað hópurinn lagði sig fram um að láta allt ganga og gera þennan dag skemmtilegan. Ég segi því takk fyrir mig og takk fyrir samvinnuna/samveruna. Og takk fyrir að koma Guðbjörg og Ragna :D Þið eruð frábærar!
Kveðja,
Stefa strumpalína og litla kúlukrílið
Þetta lagði Stefa í belginn
Takk fyrir síðast- þú stóðst þig ekkert smá vel. Vona að þú hafir notið dagsins- ég sé reyndar ekki betur:) Takk fyrir frábæran dag og frábært kvöld allar saman!
Þetta lagði Sigrún í belginn
Bara glæsilegt hjá þér!!!
Ég og ein vinkona mín vorum að tala um að skreppa á NASA á laugardagskvöldið en sátum í góðu yfirlæti í Kaffi París og ákváðum að skella okkur bara seinna!
Þetta lagði Anna S. Hjaltad. í belginn