|
31. október 2005 # Halloween Imba og Eric héldu Halloween-partý síðastliðinn laugardag. Við Jói mættum að sjálfsögðu enda sleppi ég aldrei tækifæri til að fara í grímubúning. Ég mætti sem Hel, dóttir Loka, sem ræður yfir ríki hinna sóttdauðu og ellidauðu. Kannski ekki mjög dæmigerður búningur fyrir mig enda er ég líklegri til að mæta sem bleikur og fluffy álfur (eins og sjá má hér að neðan á myndinni frá Halloweenpartýii 2003 hjá Bjarna og Unni). Ég var mjög ánægð með árangurinn þegar Imba tók á móti mér í forstofunni og sagði "Oj, þú ert viðbjóður!" :) Myndin hér að neðan er líka alveg einstaklega draugaleg og skemmtileg því appelsínugula efnið sem Imba hafði hengt yfir loftljósið endurvarpast einhvern veginn í glugganum og yfir á hárið á mér svo að ég fæ skemmtilega draugalega birtu umhverfis höfuðið. Nema þetta hafi kannski verið einhver draugur...? ;)
En sem sagt, partýið var alveg rosalega skemmtilegt. Imba var búin að skreyta húsið með leðurblökum, köngulóm svörtum músastigum o.fl. og auk þess að vera með snakk, pulsur og ýmislegt annað góðgæti í boði þá var einnig alvöru bandarískt Halloween-nammi í boði. Síðan var farið í leiki og í SingStar. Frábært partý. Ég er bara strax farin að hlakka til að mæta aftur að ári - á ekki örugglega að endurtaka fjörið? :)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
vá hvað þú ert flott á myndunum
ohhh hvað ég er svekkt að hafa ekki komist... en svona er þetta víst að burðast með svona framan á sér... maður verður allt í einu þreyttur. geggjaðar myndir.
Þetta lagði jóhanna í belginn
Ekkert smá flott mynd, þvílíkt "spúggí"! Ótrúlega vel heppnaður búningur!
Þetta lagði Lena í belginn
Það hefur heldur betur verið stuð hjá Imbu-enda ekki við öðru að búast.
Þetta lagði Sigrún í belginn
Mer finnst buningurinn thinn GEGGJADUR!!
Þetta lagði B'ara í belginn