|
6. desember 2005 # Þegar maður sér ekki matinn sinn Við hjónin vorum nýsest við að borða heitan kjúkling úr Nóatúni þegar rafmagnið lét sig hverfa - og reyndar ekki í fyrsta skipti í kvöld. Á þessum árstíma er koldimmt seinni part dags svo að ég fálmaði eftir kertum og eldspýtum svo við sæum nú hvar maturinn væri á borðinu. Mér finnst rafmagnsleysi alltaf svolítið skemmtilegt en viðurkenni alveg að ef ég hefði verið ein heima hefði ég þotið beint yfir í stofusófann til að geta setið stjörf með bakið upp við vegg. Þá komast draugarnir sko ekki aftan að manni, sjáið til! ;) Já, ég ætla að viðurkenna það, hér á "gamals aldri" að ég er myrkfælin. Veit svo sem að það eru bara góðir draugar í kringum mig en hef líklega bara séð einum of margar bíómyndir á ævinni. Rafmagnið kom aftur nokkru síðar en hélt áfram að flökta öðru hvoru. Vona að þetta sé nú samt komið í lag.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Netþjónninn líka rafmagnslaus.
Ég varð óþyrmilega vör við þetta líka því ég var búin að semja dágóðan pistil til að setja á síðuna mína og þegar ég vistaði eyddist allt út því netþjónninn í Kópavoginum var rafmagnslaus. Þetta ku vera það sem kallast keðjuverkun.
Þetta lagði Ragna í belginn
Hey Sigurros!!!! Va, skil thig svo otrulega vel!!! Thad er langbest ad vera thannig stadsettur i myrkri ad madur sjai alveg orugglga ALLT i herberginu sem madur er staddur i! Uff mar:/ Sjaumst fljott saeta deppa!
Þetta lagði Bara í belginn