1. desember 2006  #
Nú þarf að kaupa bleika garnið...

Ég mun seint ná að verða jafnöflugur bloggari og hún móðir mín , en maður verður nú samt að reyna að vera aðeins duglegri. Ef það eru ekki miklar annir og tímaskortur sem stoppa mig í að blogga, þá er það fréttaleysið sem truflar...

En í dag er ég með fréttir svo að það er tilvalið að koma með eina góða bloggfærslu :) Við Jói fórum nefnilega í hinn umdeilda þrívíddarsónar í dag. Við vildum gjarnan vita kyn barnsins í 20 vikna sónarnum og fengum í rauninni að vita það, en við treystum ekki alveg á upplýsingarnar eftir 1 og 1/2 sekúndu athugun á kyninu. Þar sem okkur langaði mikið í þrívíddarsónar þá ákváðum við bara að bíða og fá nánari staðfestingu þar.

Og viti menn, það kom jú sama svarið í dag - hér virðist vera um litla dömu að ræða. Eftir að hafa fengið sama svarið á tveimur stöðum, og mun betri athugun að ræða í þetta skiptið, þá ætlum við að treysta því að þetta sé lítil ungfrú og leyfa prjónaglöðum ættingjum að fara að redda sér bleiku garni. Ef svo ólíklega vill til að það fæðist síðan drengur í mars þá verður hann bara að vera metró-maður fyrst um sinn og klæðast bleiku ;) Verst að nú verðum við að hætta við að láta skíra Kaktus Ljósálfur, en þau nöfn sá ég að voru leyfileg á Mannanafnaskrá ;) hehe

Skvísan lék á alls oddi í sónarnum , spriklaði og baðaði út höndunum. Var alltaf að taka einhverjar pósur en við teljum að það hafi hún lært af sífelldu áhorfi foreldranna á America´s Next Top Model ;) En hún er samt líka greinilega kúrukerling eins og móðir hennar, því hún nuddaði sér upp við fylgjuna með hendur fyrir munninum og einmitt við lok skoðunarinnar ákváð hún að það væri komið nóg af fyrirsætupósum og sprikli, kúrði sig upp að fylgjunni og gaf áhorfendum til kynna að sýningunni væri lokið.

Þrívíddarmynd 1. des. 2006

Þrívíddarmynd 1. des. 2006

Ekki fleiri myndir takk!


Leggja orð í belg
9 hafa lagt orð í belg
1. desember 2006 23:15:52
Yndislegar myndir af litlu prinsessunni, greinilega tilvonandi fyrirsæta á ferð og eflaust verður hún líka læknir en það læðist að mér sá grunur að múttan horfi stundum á Bráðavaktina. HEHe
...nú verður sko aldeilis gaman að fara að undirbúa sig fyrir kjólapunt og dúllerí. Grallaraspóinn á neðri hæðinni á nú eftir að kenna skvísunni margt áhugavert í lífinu ;)
Kveðja af hæðinni fyrir neðan
Helga
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn
1. desember 2006 23:37:26
Ótrúlegt.
Já þetta er alveg mögnuð tækni og gerir þetta allt svo miklu raunverulegra. Það minnkar alla vega ekki tilhlökkunin eftir litlu ömmustelpunni.
Þetta lagði Ragna - amma í belginn
1. desember 2006 23:56:25
Stelllpppa!!!!
Hvað gerðirðu eiginlega sem ég gerði aldrei??? (Ekki samt kenna mér það..)
Kannski læt ég þig samt hafa pínulitlu sætu og mjúku ljósbláu babyflauelsbuxurnar sem ég bjargaði úr rauðakrosspokanum og setti í þuklpokann!!
Bíddu - þetta eru ekki upphandleggirnir þínir Sigurrós?
Þetta lagði Rakel í belginn
2. desember 2006 00:02:36
Nú er ég búin að skoða hinar myndirnar - alveg magnað! Nú veit maður allavega af hverju rófubeinið heitir rófubein!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
2. desember 2006 00:32:35
Jahérna! Segi nú ekki meira. En hef séð nokkrar myndir úr svona sónar og þessar eru rosalega flottar. Ekki alltaf sem krílin sjást svona vel. En litla daman er ofsa flott og fín og ég legg til að nafnið Helga Rakel verði fyrir valinu!! Knús til þín Sigurrós mín. p.s. verðum bara að taka Rakel í kennslustund:)
Þetta lagði Helga Steinþ.. í belginn
2. desember 2006 01:25:11
Helga Sigrún, þú segir nokkuð - kannski er hún búin að læra skyndihjálp nú þegar og svo mun maður kannski geta róað hana í framtíðinni með upptöku af Kovac að tala ;)

Helga St, kannski eru það bara Jói og Sverrir sem þurfa að taka Þránd í kennslustund ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn
2. desember 2006 17:19:18
Juminn hvað það er skrýtið að sjá krílið svona.... og er þarna inni í manni :) En ef þig vantar frumlegt nafn þá rákum við Svavar augun í nafnið Vísa Skuld, sem okkur fannst mjög viðeigandi fyrir okkur... mátt alveg nota það líka :) Kannski verðum við svo bara saman með tvo sæta metrómenn ;) he he
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
3. desember 2006 09:39:52
Glæsilegar myndir og allt svo raunverulegt! Hún er efni í fyrirsætu og veit örugglega upp á hár hvernig spítalalífið er;)
Farðu vel með þig og prinsessuna.
Þetta lagði Sigrún í belginn
4. desember 2006 13:26:01
Þetta er verðandi módel sér maður þessi litla skvísa. :)
Þetta lagði Regína Björk í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum