|
1. ágúst 2006 # Bloggað í sól og sumri Þegar sumarfríið nálgaðist var ég ekki í miklum vafa um hvað mig langaði til að gera. Fyrst og fremst ætlaði ég mér að slappa af. Ég held ég geti nokkurn veginn fullyrt að það hafi tekist afbragðs vel það sem af er sumars :) Og eins og þið hafið tekið eftir þá hef ég meira að segja slappað svo rosalega mikið af að ég hef svo til ekkert bloggað ;) sem er kannski ekki nógu gott... En jæja, nú þegar aðeins tæpar tvær vikur eru eftir þar til Hlíðaskóli krefst þjónustu minnar á ný, þá er kannski kominn tími til að gefa smá skýrslu. Við höfum ekki mikið ferðast þetta sumarið fyrir utan tvær ferðir upp í sumarbústað. Ég var nú búin að segja ykkur frá þeirri fyrri en seinna skiptið var seinnipart júlí, en þá fórum við Jói í Sælukot ásamt Guðbjörg, Magnúsi, Karlottu og Ragnari Fannberg (Oddur Vilberg var hinum megin á landinu með pabba sínum) og mamma kíkti líka eina nótt. Magnús greinir nánar frá sæludvölinni á sínu bloggi en mínar myndir frá helginni er að finna hér og mömmumyndir hér. Á miðvikudeginum áður en haldið var í sveitasæluna, bauð ég familíunni í kaffi til að fagna því að ég er orðin örlítið fullorðnari en áður. Nei annars, það er algjör della, held ég hafi ósköp lítið fullorðnast frá því ég var 11 ára ;) en ég átti sem sagt afmæli og þar sem ég er næstum því jafnmikið afmælisbarn í hjarta mínu og hún Stefa mín, þá hefur maður auðvitað kaffi og fær fólk í heimsókn til að gleðjast yfir þessum merka áfanga! :) Fyrir utan þessa viðburði hef ég bara verið að dútla mér eitthvað heima og er m.a. búin að lesa Harry Potter-safnið upp á nýtt í 2. til 4. skiptið (mismunandi eftir bókum) en í þetta skiptið reyndar með því að leyfa Stephen Fry að lesa þær fyrir mig. Ótrúlega ljúft að geta hlustað á uppáhaldsbækurnar sínar lesnar af ómþýðri röddu meðan maður dundar sér við eitthvað annað. Er að skella sjöttu bókinni inn á spilarann núna og svo bíður maður auðvitað spenntur eftir sjöundu og síðustu bókinni!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Gaman að skoða myndirnar þínar úr Sælukoti. þú ert svo lagin að gæða myndirnar þínar lífi.
Kveðja og knús frá okkur í Sóltúninu.
Þetta lagði Mamma í belginn