10. nóvember 2006  #
Hjólhestaspyrna í maganum

Ég vaknaði um þrjúleytið í nótt og þurfti að fara fram á klósett. Ætlaði að sofna strax aftur þegar ég kæmi upp í rúm en það tókst nú ekki alveg med det samme. Erfinginn í bumbunni hafði nefnilega líka vaknað og ákvað að nota þetta tækifæri til að æfa kröftuglega hjólhestaspyrnuna sem við sáum strákana í KF Nörd læra fyrr um kvöldið.

Áhrifin af sjónvarpinu byrja því greinilega snemma, svo að við verðum að passa okkur að slá ekki slöku við í uppeldinu þó að barnið sé enn í móðurkviði... ;)


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
10. nóvember 2006 13:05:40
Híhí... þetta er svo frábær tími framundan hjá þér Sigurrós mín. Njóttu hans í botn. Mín skvísa tók sko þátt í HM í fótbolta í sumar af öllum kröftum....
Þetta lagði Helga Steinþ. í belginn
10. nóvember 2006 20:34:03
Það er svo frábært að finna fyrir því að barnið sé lifandi. Sumar mæður segjast m.a.s. finna fyrir sérlega kröftugum hreyfingum við tiltekna tónlist.
Þetta lagði Eva í belginn
10. nóvember 2006 23:23:05
Úpps!! Mér líst ekki á ef þetta voru fyrstu hreyfingarnar....kl. þrjú um nótt??!! Taktu á uppeldinu sem fyrst!!!
Vona samt að þú verðir ekki á fjórum fótum, með barnið fyrir framan vegg með stafrófinu og öðrum örvandi verkefnum á....þegar það verður þriggja mánaða!!! Veit um eina slíka!!! Æi nei!
Þetta lagði Rakel í belginn
11. nóvember 2006 00:12:04
Bíddu... þriggja mánaða? Ég er strax byrjuð að kenna því stafrófið... á arabísku! ;) hehe
Nei, nei, ég lofa að verða ekki ofvirk í uppfræðslunni ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
16. nóvember 2006 21:30:27
Hvernig gengur Jóa í "aukavinnunni" :)
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum