|
11. janúar 2006 # Úlfur, úlfur Mikið hefði verið óskandi að ritstjórar DV hefðu lært af afleiðingum gjörða sinna eftir atburðinn í gær en þeir virðast of uppteknir við að klappa hvor öðrum á bakið fyrir það sem þeir telja góða frammistöðu. Ég treysti mér ekki til að mynda mér skoðun um sekt eða sakleysi í máli mannsins sem fyrirfór sér. Hann gæti hafa verið þrælsekur og hryllilegur barnaníðingur, hann gæti hafa verið saklaus. Enda snýst málið ekkert um það. Málið snýst um það að DV á ekki að lýsa yfir sekt manna, birta myndir og stríðsfyrirsagnir á forsíðu sinni og á flennistórum auglýsingaplakötum og það meira að segja áður en ákæra er gefin út í málinu. DV er ekki einn af dómstólunum okkar og ég kæri mig ekki um að þeir fari með dómsvald í landinu. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV segir að kærendur í þessu tiltekna máli sitji nú eftir með sárt ennið og máli þeirra verði nú fleygt til hliðar. Þetta er alveg rétt hjá honum. Málið fellur nú um sjálft sig þar sem líklega verður ekki unnt að rannsaka það til hlítar. Hefði þá kannski mátt bíða með að ráðast á meintan geranda? Hefði kannski mátt bíða meðan málið var rannsakað? Er eitthvað sérstakt sem þolendurnir græða á því að DV skuli hafa stuðlað að því að málið fellur niður? Þeir hjá DV hreykja sér stoltir af því hversu miklir sannleiksboðarar þeir eru. Gallinn er hins vegar sá, að meðan þeir birta allar slúðursögur sem berast inn á borð til þeirra og bíða ekki eftir niðurstöðum áður en þeir hengja fólk án dóms og laga, þá fara alvöru fréttirnar þeirra framhjá manni. Þeir hafa bent á margvísleg mikilvæg mál sem ella hefðu eflaust farið framhjá þjóðinni, en það gildir sama um DV og strákinn sem hrópaði "úlfur, úlfur" - þegar sífellt er borinn fyrir mann rógur og kjaftæði í fjölmiðli þá hættir maður að trúa nokkru sem frá þeim fjölmiðli kemur. Ég fékk tölvupóst í vor frá fjölmiðlakonu sem hafði rekst á brúðkaupssíðuna okkar Jóa og langaði til að skrifa pistil um brúðkaupið og birta myndir frá okkur í sínum fjölmiðli. Mér fannst tilhugsunin skemmtileg og var við það að segja já við sjálfa mig í huganum þegar ég áttaði mig á fyrir hvaða fjölmiðil konan starfaði. Hún vinnur nefnilega hjá DV. Ég var fljót að ákveða mig. Við þann ómerkilega pésa skyldi ég aldrei vera bendluð. Ég afþakkaði pent.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Bubbi
Bubbi sat víst í nótt og samdi lag um þetta, heyrði það spilað í hádeginu í útvarpinu.
Þetta lagði Jói í belginn
Þetta er góður pistill hjá þér Sigurrós mín. Ég ætlaði að skrifa eitthvað slíkt í gær og fraus bara við tölvuna og gat ekki tjáð mig. Við höfum nú báðar oft talað um þennan ómerkilega pésa og sem betur fer hvorug keypt þetta blað eftir að það breyttist í svona óþverra.
Þetta lagði Mamma í belginn