17. janúar 2006  #
Helgin

Síðasta helgi var þrælskemmtileg - nóg að gera í félagslífinu.

Á föstudagskvöldið var Imba með saumó. Þrátt fyrir að dagurinn væri hinn ógurlegi föstudagur þrettándi þá komu engin óhöpp upp á og við höfðum það einstaklega huggulegt.

Á laugardeginum fórum við Jói í ELKO og keyptum okkur nýjan ísskáp. Það var kominn tími til að fá fullorðinn ísskáp í ísskápsgatið í eldhúsinu. Ísskápurinn kom svo í gær og okkur til mikillar gleði var flutningamaðurinn með mjög tæknilega trillu sem lyfti ísskápnum sjálf frá einni tröppu yfir í þá næstu. Svona nokkuð verður maður að leigja sér næst þegar maður tekur upp á því að flytja.

Á laugardagskvöldið komum við Anna Kristín með karlana okkar heim til Stefu og Rúnars þar sem við áttum frábært kvöld sem endist langt fram eftir nóttu. Við elduðum nautakjöt og kjúklingabringur á raclette og steikarsteini og bræddum ost yfir. Í eftirrétt bauð Stefa síðan upp á súkkulaðifondue. Markús Marteinn, sonur gestgjafanna, fylgdist með úr stólnum sínum og fékk svo að vera í fanginu á hrifnum gestunum mestallt kvöldið.

Við Jói prófuðum ýmsar tækninýjungar sem við höfðum lítið eða ekkert prófað áður. Jú, ég er að segja satt, það eru ýmsar tækninýjungar sem við höfum ekki tékkað á ;) Nýjungar þessa kvölds voru Sing Star, sem við prófuðum reyndar í fyrsta skipti í Halloween-partýinu hjá Imbu í október, en auk þess fórum við í spurningaleikinn Buzz og prófuðum Eye Toy sem vakti mikla kátínu. Við spiluðum reyndar einnig órafræn spil, en við tókum tvær parakeppnir í Trivial Pursuit.

Svona þarf maður að gera oftar!

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
17. janúar 2006 23:55:41
Já sammála!
Hæhæ,

ég er sko sammála því að þetta þurfum við að gera oftar - og í raun þarf það ekki að vera flóknara en spil og kannski gos+snakk ;o) ...en þetta var frábært kvöld og við Rúnar skemmtum okkur mjög vel :D

*Knús*
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum