|
19. mars 2006 # Myndarlegir karlmenn í fangabúðum og afmælisbörn Við mamma áttum fínan dag saman í gær. Hún kom og sótti mig hingað í Arnarsmárann og við byrjuðum á því að fara og versla við föndurkonuna í skúrnum. Síðan lá leiðin beint í Áskirkju þar sem endurfundir æskuvina mömmu fóru fram líkt og fyrir tveimur árum. Ég þekkti nú ekki marga en það var samt gaman að mæta og spjalla við fólk. Og þeir fáu sem ég þekkti eru svo yndislegt fólk að ég get sko ekki kvartað :) Um kvöldið horfðum við Jói á bíómynd á National Geographic. Þeir eru nefnilega stundum með alvöru bíómyndir, ekki bara fræðsluþætti. Bíómyndirnar þeirra tengjast jú yfirleitt mannkynssögunni eða annarri fræðslu, en samt alvöru bíómyndir. Myndin sem við horfðum á í gær hét The Brylcream Boys og fjallaði um Þjóðverja og Kanadamann sem sátu í sömu írsku fangabúðunum í seinni heimsstyrjöldinni og urðu báðir hrifnir af sömu írsku stúlkunni. Sagan byggir á sannsögulum bakgrunni. Ótrúlegt en satt, þá gerðu hinir hlutlausu Írar samning við Breta og Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni að allir hermenn (bæði breskir og þýskir) sem næðust á Írlandi yrðu settir í fangabúðir og geymdir þar uns stríðinu lyki. Um var að ræða nokkrar fangabúðir og einar þeirra voru víst þannig að þar voru bæði Bretar og Þjóðverjar, aðeins lítilfjörleg gaddavírsgirðing á milli (a.m.k. í myndinni). Myndin var ósköp skemmtileg og við skemmtum okkur konunglega yfir henni. Það var heldur ekki leiðinlegt að horfa á kanadísku söguhetjuna bera að ofan að gera armbeygjur eða kýla í boxpúða... ;) Þjóðverjinn (sem reyndar er leikinn af Skota) var heldur ekki sem verstur. Reyndar bara mjög myndarlegur... Sem sagt, ágætis skemmtun ;) Í dag liggur leiðin síðan á Selfoss til að halda upp á tvöfalt (til þrefalt) afmæli. Karlotta er 9 ára gömul í dag og mamma hennar (og systir mín :)) á síðan afmæli á morgun. Bumbubúinn hennar Guðbjargar er líka væntanlegur á næstu dögum og mér fyndist það auðvitað sjálfsögð tillitssemi við mig ef hann mætir í dag meðan við erum á Selfossi ;) En það eru fleiri afmælisbörn um þessar mundir. Hún Helga Steinþórs sem kennir með mér á líka afmæli á morgun og dóttir hennar á afmæli í dag. Alveg eins og hjá Guðbjörgu og Karlottu :) Sem sagt, nóg í gangi þessa helgina :) Viðtal í Hafnarfirði Á föstudagskvöldið fórum við nokkrir kennarar úr Hlíðaskóla að sjá Viðtalið í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýningin fjallar um heyrnarlausa leikkonu og heyrandi móður hennar sem ná í fyrsta skipti að ræða almennilega saman með aðstoð túlks. Málið stendur okkur í Hlíðaskóla auðvitað nokkuð nærri enda erum við með táknmálssvið og hjá okkur eru bæði heyrandi og heyrnarlausir nemendur og starfsfólk. Aðstoðarskólastjóri táknmálssviðs, hún Bettý, leikur í sýningunni og stendur sig eins og aðrir leikarar með mikilli prýði. Sýningin var að mínu mati virkilega góð. Ég skellihló og táraðist til skiptis og var eiginlega svekkt þegar öllu var lokið 70 mínútum síðar. Hefði alveg getað setið lengur og fylgst með mæðgunum ræða saman. Það eru ekki margar sýningar eftir og ég mæli með að þeir sem hafa áhuga á góðum leiksýningum, samskiptum eða táknmáli drífi sig í Hafnarfjörðinn. Heyrandi og heyrnarlausir geta þarna sameinast yfir góðri leiksýningu því táknmáli og talmáli er gert alveg jafnhátt undir höfði og nóg að skilja annað málið til að njóta sýningarinnar. Ég rakst á Óla Gneista og Eygló í anddyrinu áður en sýningin byrjaði. Fannst ég eitthvað kannast við þetta par og áttaði mig svo á því hver þau voru. Alltaf gaman að hitta aðra netverja í fyrsta skipti augliti til auglitis :) Eftir sýninguna lentum við Hlíðaskólaskvísur alveg óvart inni á Fjörukránni ;) Þar sátum við í góðu yfirlæti meðal íslenskra og norskra víkinga og spjölluðum saman í góða stund. Kvöldið var að öllu leyti einstaklega vel heppnað. Leggja orð í belg Enginn hefur lagt orð í belg!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
Spennnnnnandi
Hæhæ,
ég er orðin svo mega-svaka-þrusu-spennt!! Er eitthvað að gerast hjá Guðbjörgu? Þú verður að lofa að láta mig vita um leið og þú veist eitthvað ;o)
*Knús*
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
Er ennþá ekkert að frétta af Guðbjörgu????
Þetta lagði Jóhanna í belginn
Nei, ekkert komið enn. En hann á svo sem ekki að koma fyrr en á fimmtudag...
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Til hamingju
með systursoninn, frænka! :)
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn