|
23. janúar 2006 # Bíómyndin sem breyttist í kvöldverð Engin hollenska í kvöld - námskeiðinu var frestað og það byrjar ekki fyrr en næsta mánudag. Fyrst svo stóð á, ákváðum við að skella okkur á Les poupées russes á frönsku kvikmyndahátíðinni. Sáum L´auberge espagnole á síðustu hátíð (eða var það þarsíðast?), vorum mjög hrifin og viljum því gjarnan sjá framhaldið. Komum í Háskólabíó tímanlega til að ná myndinni kl. 17:30 (þessar kvikmyndahátíðarmyndir eru því miður ekki sýndar jafnoft og aðrar myndir) og komumst að því okkur til mikils ama að sýningin átti að vera í kústaskápnum í kjallaranum sem þeir kalla sal nr. 4. Ég hef áður lýst yfir skoðun minni á þeim sal og ætla ekki að gera það hér aftur, en læt mér nægja að segja að við hættum við að fara í bíó. Á fimmtudaginn er síðan önnur sýning á myndinni og þá í sal nr. 3, þannig að við frestuðum þessu bara. Mér fannst samt frekar fúlt að fara bara heim, búin að dubba mig upp í pils og alles! Svo að við bara notuðum tækifærið og fórum á Madonnu. Þar var reyndar ekki alveg búið að opna og meðan við biðum þá röltum við yfir í Gallerí Fold og skoðuðum nokkur málverk. Ósköp listaspírulegt og skemmtilegt :) Sáum bæði flott málverk og ljót og göptum yfir verðinu á sumum þeirra. Þarna var meðal annars risastórt, blágrænt málverk með hvítum slikjum efst á aðeins 850.000 kr. Magnað... Fengum góðan mat á Madonnu en þar sem fáir fara út að borða í kringum klukkan hálfsex á mánudagskvöldum þá höfðum við staðinn algjörlega út af fyrir okkur. Mjög ljúft :) Þannig að það rættist úr kvöldinu eftir allt saman.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
3 hafa lagt orð í belg
Þú hefur væntanlega skellt þér á eitt listaverkið? Hvað eru 850 þús. milli vina?
Þetta lagði afi í belginn
List og lyst.
Þegar maður stendur fyrir framan svona listaverk sem nánast ekkert er á, þá hvarflar nú stundum að manni sú hugsun hvort maður geti ekki bara búið til sín myndverk sjálfur.
Það er hinsvegar fínt að lystin var góð á Madonnu.
Þetta lagði Mamma í belginn
Já, við höfðum litla lyst á svona dýrri list... ;)
Hinsvegar var ég að velta því fyrir mér að kaupa mér stóran hvítan striga og setja á hann afganginn af rauðu málningunni úr eldhúsinu mínu með málningarrúllu. Ég gæti kallað listaverkið "jarðarber" eða "nærmynd af rauðum bolta". Fengi örugglega hálfa milljón fyrir! :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn