24. september 2006  #
Flottir tónleikar

Alcan (Ísal) bauð öllu starfsfólki sínu á tónleikana með Björgvini Halldórssyni um helgina. Haukur var að vinna svo að ég datt í lukkupottinn og fékk að fara með mömmu í hans stað.

Tónleikarnir voru virkilega flottir og þó ég hafi nú hingað til ekki flokkast sem sérlegur aðdáandi Bós blessaðs, þá var auðvelt að hrífast með og karlinn var bara flottur þarna á sviðinu :) Reyndar fundum við mamma innilega til með honum því honum var greinilega alveg svakalega heitt. Hann var sífellt að þurrka sér um andlitið milli laga og hafði meira að segja orð á því í eitt skiptið hvað það væri ofsalega heitt og hvort okkur í salnum væri ekki heitt líka. Okkur brá því við að heyra að hann ætti aðra tónleika eftir, klukkutíma síðar, og ég sagði við mömmu að Gullvagninn væri vonandi tilbúinn þarna fyrir ofan, svona "just in case"...!

Eftir tónleikana bauð Alcan okkur í ósköp fínt kokteilboð. Við mamma gæddum okkur á dýrindis snittum og smáréttum og ímynduðum okkur að við værum forstjórar. Það var sko ekki amalegt ;)

Takk fyrir mig :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
25. september 2006 21:20:22
Þið hafið vonandi notið þess að vera eins og forstjórar í eitt kvöld:)
Þetta lagði Sigrún í Mosó í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum