|
26. nóvember 2006 # Nóg að gerast :) Við mamma tókum smá forskot á jólasæluna í dag og kíktum í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Við kíktum í alla bása, versluðum smá og settumst svo inn á Súfistann til að fá okkur kakó og meðlæti. Það var reyndar leiðindareykjarsvæla þarna inni, en okkur var tjáð að reyklausa svæðið væri uppi svo við ákváðum að láta slag standa. Bárum svo kökusneiðarnar og kakóið upp og komumst þá að því að reyklausu borðin uppi voru bara fjögur og voru öll upptekin. Pínu fúlt hvað reyklausu svæðin eru oft höfð lítil og kúldrað niður á minna kósí svæðum innan kaffihúsanna. Mikið verður nú gaman þegar allt svona verður orðið reyklaust :) Í gær var ég svo í fimmtugsafmæli. Tengdamamma hélt upp á þennan merkisáfanga með pompi og prakt. Ég sá um að vera hirðljósmyndari svo að hér má sjá fullt af myndum úr veislunni :) Það voru líka skemmtilegir atburðir inni í miðri viku. Elísabet kom til mín á þriðjudaginn og við spjölluðum heilmikið saman. Á miðvikudeginum var afmæliskaffi hjá Lenu en þar fræddi Theó okkur um pandabirni í Atlanta sem hægt er að fylgjast með í gegnum vefmyndavél. Það sést nú ekkert akkúrat núna þegar þessi færsla er skrifuð, en það kemur vonandi fljótt aftur mynd. Þetta er ofsalega sætt, stór pandabangsi með lítinn pandabangsa :) Á fimmtudeginum var svo kennósaumaklúbbur hjá Jóhönnu og bara þrælfín mæting - mikið spjallað og borðað eins og við á :) Um síðustu helgi var ég hins vegar á Selfossi en mamma sótti mig að lokinni bekkjarskemmtun á föstudagskvöldinu, en bekkurinn minn, 4. SJO, var að sýna söngleikinn um Mjallhvíti og dvergana ellefu við miklar og góðar undirtektir. Á laugardeginum fórum við í frænkuhitting hjá Dóru en þar voru frænkurnar úr móðurættinni minni samankomnar en við hittumst alltaf fyrir jól, og stundum páska. Síðan tók við mikill bakstur, en við mæðgur, ásamt Karlottu og Oddi, bökuðum bæði piparkökur og laufabrauð þessa helgi. Ég þurfti reyndar að stinga snemma af úr laufabrauðsbakstrinum á sunnudeginum því veðrið lofaði ekki góðu og ég vildi ekki verða veðurteppt. Sem sagt, nóg að gera hjá undirritaðri svo að vonandi fyrirgefið þið mér hvað ég er löt að blogga ;)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
3 hafa lagt orð í belg
Allt fyrirgefst nú óléttum....
...hahahhaha... Ertu ekki farin að finna fyrir því núna hvað allir eru ofsalega almennilegir og tillitsamir við óléttar konur?? Mér fannst ég finna skyndilega breytingu um miðbik meðgöngunnar...fékk skyndilega meðhöndlun eins og gamla fólkið - alls staðar boðið sæti og aðstoð ;o) Þannig að þér fyrirgefst hér með bloggleysið í nokkra daga þar sem það er nóg að gera hjá þér elsku dúllan mín.
Bestu kveðjur,
Stefa
P.S.
Mér skal takast að hitta þig á næstu dögum...já ekkert múður með það!
Þetta lagði Stefa í belginn
Ég er einmitt farin að finna smá fyrir þessari bómullarmeðferð - kann bara ágætlega við það ;) hehe
En já, okkur skal takast að smokra hittingi inn í þéttskipað prógramið, það er alveg á tæru!
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Alveg rosalega mikið sammála þessu með reykjarsvæluna... sérstaklega núna!!! Heyr heyr fyrir reykbanni ;)...
Þetta lagði Arna í belginn