28. september 2006  #
Gleymdist að slökkva ljós og kveikja á stjörnunum

Ég var búin að hlakka til að sjá borgina myrkvaða í kvöld vegna verkefnisins "Slokkni ljós - kvikni stjörnur". Ekki endilega út af stjörnunum heldur líka til að sjá yfir borgarmyndina með aðeins örfá ljós kveikt (því ekki bjóst ég nú við að allir myndu slökkva). Ég var stödd í Tupperware-partý á Háaleitisbrautinni hjá Önnu Kristínu en hún hefur alveg einstakt útsýni yfir borgina.

Kl. 22 slökktum við öll ljós í íbúðinni og fórum spennt út að glugga og út á svalir til að fylgjast með. En ég varð fyrir vonbrigðum. Það virtust ótrúlega margir vera að gleyma sér eða vildu einfaldlega ekki taka þátt. Það var reyndar skýjað svo að það sást ekki ein einasta stjarna á himni, en ég vona að það hafi ekki verið það sem slökkti áhugann hjá fólki. Það hefði bara verið svo gaman að sjá borgina í myrkri.

Mest vorum við þó hneyksluð á skrifstofunum í Húsi Verslunarinnar - þar voru kveikt ljós í hverjum einasta skrifstofuglugga og byggingin beinlínis ljómaði.

Við rifjuðum upp gamlar rafmagnsleysissögur og vorum öll til í að hafa inn á milli "rafmagnslausar stundir" til að fá stemninguna. Alla vega væri það gaman svona fræðilega séð - ég veit hins vegar ekki hvort ég myndi blóta því í sand og ösku þegar svo að því kæmi... ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
29. september 2006 22:14:45
Er það ekki svoleiðis að rafmagnsleysið er í lagi þangað til maður ætlar að kíkja aðeins í tölvuna eða kveikja inni á klósetti og svo að hella upp á kaffi...
Þetta lagði Rakel í belginn
29. september 2006 23:14:36
Jú einmitt! Ég man einu sinni eftir því í rafmagnsleysi þegar ég var yngri að ætla bara að horfa á video í staðinn fyrir sjónvarpið fyrst það var rafmagnslaust... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum