|
3. apríl 2006 # Engin hollenska í kvöld Ino var veikur svo að hollenskan féll niður í kvöld. Í staðinn kíkti ég á hollenska orðaforðasíðu og dundaði við smá verkefni henni tengt. Það er verst að senn er námskeiðinu lokið og mér finnst ég ekki búin að læra næstum því nóg. Áðan settist ég svo fyrir framan sjónvarpið til að horfa á breskan sakamálaþátt sem ég tók upp síðastliðið þriðjudagskvöld. Föndraði smá sýnishorn af páskaföndri til að nota í skólanum. Það heppnaðist ekki nákvæmlega eins og ég vildi hafa það, en ætti að duga. Vona bara að það veki meiri lukku hjá samkennurum mínum en föndrið sem ég mætti með í morgun ;) hehe Framundan er svo samtengt mánudagsáhorf, en í kvöld ráða eyðieyjuævintýrin tvö ríkjum hér í Arnarsmáranum líkt og á Selfossi.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
2 hafa lagt orð í belg
Hin tungu-málin
Já þið Jói verðið bara að leggja stund á rúm-ensku í kvöld. Eins getið þið reynt við tölurnar og prófað rúm-fræði. Mæli með hvoru tveggja í bland....held það yrði frábær kokkteill!
*knús*
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
Góð hugmynd ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn