4. janúar 2006  #
Gömul rit og nýjungar

Fyrsti vinnudagur eftir jólafrí í dag. Verð að viðurkenna að þó það hafi svo sem ekkert gengið illa að koma sér fram úr (tvö auka "snús" samt...) að þá er ég búin að vera ósköp þreytt og sybbin í allan dag. Æ, það verður ágætt að komast aftur inn í rútínuna.

Ég ætla að halda aðeins áfram með Narníu-fílinginn með krökkunum, sem flest eru búin að sjá myndina í bíó. Við lásum Ljónið, nornina og skápinn fyrir jól en nú er komið að Kaspían konungssyni. Mig langar nefnilega svo að lesa Siglingu Dagfara fyrir þau (en það er þriðja og uppáhaldsbókin mín í flokknum) en fyrst verður maður auðvitað að lesa þær tvær bækur sem koma á undan.

Með áramótum kemur oft þörf á breytingum og við ákváðum í dag að bæta einhverjum sniðugum sósum inn í matargerðina hér í Betrabóli. Keyptum 4 mismunandi asískar sósur ásamt núðlum og gerðum fyrstu tilraunina í kvöld. Steiktum kjúkling og rækjur, suðum núðlur og skelltum einhverri girnilegri sjávarréttasósu yfir. Fyrst var þetta mjög gott. Svo var það gott. Svo byrjaði munnurinn á mér að loga. Ég gat ekki klárað minn skammt, heldur sat og þambaði hvert vatnsglasið á fætur öðru. Jóa líkaði maturinn betur, enda greinilega ekki sama kisan og ég þegar kemur að því að borða sterkan mat.

Vona að hinar sósurnar séu ekki svona sterkar...


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
4. janúar 2006 22:34:52
Kongrats
Hæ hó! Gleðilegt ár! Trúi ekki að ég hafi EKKERT náð að hitta þig yfir jólin :/ hnuss. En til hamingju með nýja útlitið á síðunni þinni... Verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað vefgátt er.... hvað er það??
Þetta lagði Theó í belginn
4. janúar 2006 22:38:27
Vefgáttin
Já, þetta náttúrulega gengur ekki. Þú missir af jólatrénu og alle sammen! :( Hvað vefgáttina varðar, þá er það svona dæmi sem birtir tengla á nýjustu blogg þeirra sem ég set inn í hana. Eins og er á forsíðu betra.is Hmmm... veit ekki hvort ég kann almennilega að útskýra þetta en þú bara smellir á vefgáttina og þá útskýrir þetta sig sjálft :) Því miður var ekki hægt að setja öll bloggin sem ég les inn í vefgáttina mína en það eru alla vega einhver þeirra þarna :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
5. janúar 2006 16:41:39
Undur
Þetta er nú meira undrið þessi vefgátt. Það eru svo margir hellar og afkimar þar að afi er hræddur um að villast. Hvað þá ? Hvernig er hægt að kalla á hjálp ef menn týnast í þessum rangölum? Það er alltaf svo spennandi að fara í hellakönnun, bara að hafa með sér ljóstýru.
Þetta lagði afi í belginn
5. janúar 2006 23:55:44
Kisugenin.
Æ,Æ Sigurrós mín! Ég veit hvaðan kisugenin koma varðandi mjög sterkan mat. Eitt er þó gott við að vera svona kisa, maður getur þá greint af hvaða skepnu kjötið er.- Gott þegar ferðast er erlendis.
Þetta lagði Mamma í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum