|
4. desember 2006 # Gestabókin er lokuð Kannski rétt að ég láti ykkur vita af því að ég er búin að loka gestabókinni minni, eða réttara sagt, eiginmaðurinn lokaði henni fyrir mig. Það er að sjálfsögðu enn hægt að lesa eldri færslur, en ekki hægt að bæta neinu við. Spam-óféti hafa verið dugleg að skrifa í hana til að láta mig vita af nýjustu klámmyndunum og typpastækkunarlyfjunum og það var orðið hluti af hinni daglegu tölvurútínu að eyða út rusli í gestabókinni sem og í orðabelgnum. Ég þrjóskaðist við að láta loka gestabókinni því ég vildi jú gefa ykkur tækifæri til að kvitta fyrir komuna. Daginn sem ég þurfti hins vegar á einu bretti að eyða út tæplega hundrað ruslfærslum gafst ég upp og bað Jóa að loka fyrir. Ég dunda mér hins vegar ennþá við að eyða út rusli í orðabelgnum, því honum vil ég alls ekki loka! En sem sagt, ef þið hafið verið að reyna að skrifa í gestabókina og skiljið ekki af hverju það virkar ekki, þá vitið þið það núna - þar er allt lok, lok og læs og allt í stáli - a.m.k. þar til við finnum einhverja frábæra spamvörn fyrir hana.
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
3 hafa lagt orð í belg
óþolandi
Það er sko alveg óþolandi þetta "Spam" sem er að svindla sér inn í allt hjá manni. Jói er löngu búinn að loka gestabókinni minni af þessari ástæðu og nú eyði ég tugum svona sendinga úr orðabelgnum á hverjum degi. Ég vona bara að þetta fæli ekki fólk frá því að tjá sig hjá okkur því þetta er ekki smitandi. Einungis óþolandi og mikil vinna fyrir þá sem fyrir verða.
Vonandi finnst einhver Spambani sem gæti komið okkur til bjargar.
Þetta lagði Mamma í belginn
Ég lenti líka í þessu á minni heimasíðu, galdurinn er að setja eina if setningu sem athugar hvar "http_referer" var að koma frá. Ef hann er að koma frá minni eigin síðu þá hleypi ég þessu í gegn, annars ekki. Þessi spam forrit eru að senda gögn inná síðuna frá öðrum síðum og komast því ekki í gegn.
Þetta lagði Arnór í belginn
Takk fyrir ábendinguna, Arnór. Ég kem þessu áleiðis til tæknimannsins ;) Vonandi er þetta lausnin á öllum okkar vanda :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn