5. nóvember 2006  #
Bogi og bumbufötin

Ingunn frænka sendi mér tölvupóst um daginn og bauð mér að koma og fá lánuð óléttuföt. Ég þáði það með þökkum enda farin að vera í stökustu vandræðum með að koma mér í þær buxur sem fataskápurinn minn hefur upp á að bjóða.

Svo að ég dreif mig núna í vikunni og sló tvær flugur í einu höggi, kíkti á "Boga litla" og fékk fullt af fötum lánað. Bogi er að sjálfsögðu einstaklega myndarlegur og yndislegur, enda var hann að fæðast inn í svo frábæra ætt ;)

Nú er ég komin með svo mikið af fötum að ég get verið í nýjum og nýjum fötum á hverjum degi í lengri tíma ;) Svo var ágætt að ég er bara að slappa af í vetrarfríi, ég gat þá notað tímann og farið alveg í gegnum fataskápana í svefnherberginu - til að koma öllum þessum fötum fyrir :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
5. nóvember 2006 17:30:17
Atlltaf gott að eiga góða að.
Þú ert heppin Sigurrós mín að eiga svona góða frænku. Nú kemstu kannski í vinnuna eftir vetrarfríið :)
Þetta lagði Ragna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum