6. desember 2006  #
Ruslakonan

Nemendur í Hlíðaskóla hafa verið með átak undanfarið í að halda skólalóðinni hreinni. Í hverri viku fer einn bekkur út og tínir rusl í poka. Minn bekkur átti þessa viku og ég ákvað að fara með þau út í ruslatínsluna í dag.

Það var ofsalega kalt en við klæddum okkur vel. Ég fann skærappelsínugulan og bláan kraftgalla í eigu skólans á kennarastofunni og hann hélt algjörlega á mér hita. Ég fann það bara á andlitinu og höndunum (þrátt fyrir hanska) hvað það var svakalegur kuldi.

Eitthvað fannst nemendum mínum þó kennarinn þeirra hallærislegur þegar ég kom askvaðandi niður af kennarastofunni í appelsínugula gallanum til að fara með þeim út. Ein stelpan fór að hlæja og tilkynnti mér að ég væri eins og ruslakall. Ekki að það hafi verið neitt illa meint gagnvart ruslaköllum ;) Ég skipti auðvitað í spekingslega fullorðinsgírinn og sagði að það væri mikilvægara að halda á sér hita en að vera smart ;) sem er auðvitað alveg rétt! Ég hugsa að ég hefði einfaldlega bara dáið ef ég hefði ekki verið í gallanum góða :)


Leggja orð í belg
6 hafa lagt orð í belg
6. desember 2006 21:28:16
Ég var í umræddum galla þegar minn bekkur átti að tína rusl. Ótrúlega notalegt að vera úti á köldum degi í svona ferlíki. Mér fannst ég eins og skriðdreki á skólalóðinni!
Þetta lagði Rakel í belginn
6. desember 2006 21:56:50
Ég hefði ekki látið gallann af hendi "þótt í boði væri allt gull heimsins!" ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
6. desember 2006 22:23:51
Ég rölti með mína krakka til guðþjónustu í dag í Lágafellskirkju og það var nokkuð kalt en MJÖG HRESSANDI:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
6. desember 2006 22:31:49
Sigrún, þú bara hefur samband ef þú þarft að fara í aðra gönguferð og við Rakel sendum þér gallann góða ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
6. desember 2006 22:50:39
Vel upp alin.
Æ hvað það er gott Sigurrós mín að þú ert svona vel upp alin :) Um að gera að hugsa fyrst um að vera hlýtt þó það sé ekki í tískunni.
Þetta lagði Mamma í belginn
8. desember 2006 22:58:49
Orðin í gæsalöppunum hljóma mjög kunnuglega í eyrum!!
Merkilega stutt á milli okkar í aldri...klæðum okkur báðar eftir veðri! Eigum þó ekki fínan pels eins og sumt samstarfsfólkið!
Þetta lagði Rakel í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum