8. október 2006  #
Sitji Guðs englar

Við Sigrún drifum okkur í Þjóðleikhúsið síðastliðinn föstudag í boði Hlíðaskóla. Við byrjuðum á því að fara út að borða á Ítalíu en maturinn þar svíkur engan. Síðan röltum við yfir í leikhúsið, og pössuðum okkur að sjálfsögðu á því að fara í rétt leikhús ;)

Sýningin var Sitji Guðs englar sem byggð er á samnefndnum bókum Guðrúnar Helgadóttur. Við bjuggumst við miklu, enda báðar aðdáendur bókanna frá fornri tíð. Oft er það þannig þegar maður býst við miklu, að það er hætta á að maður verði fyrir vonbrigðum. Það var ekki raunin í þessu tilfelli - sýningin er hreint út sagt stórkostleg og ég mun mæla með henni við hvern sem er! Við sátum sem dáleiddar allan tímann, hlógum og grétum á víxl.

Næsta skref er að kíkja niður í geymslu og kíkja aftur á bækurnar, en þær hef ég ekki lesið síðan ég var u.þ.b. 10 ára eða svo.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
8. október 2006 20:35:22
Frábær sýning í alla staði og ég mæli hiklaust með henni:) Takk fyrir frábært kvöld- þú ert frábærust:)
Þetta lagði Sigrún í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum