9. apríl 2006  #
Ragnar Fannberg Magnússon

Yngsti prinsinn í Grundartjörninni hefur verið skírður og hlaut nafnið Ragnar Fannberg. Ömmurnar tvær, Ragna og Ragna, voru að vonum einstaklega ánægðar með nafngiftina en þær eru einnig guðmæður drengsins.

Athöfnin fór fram heima og var mjög falleg og skemmtileg. Eftir að allir höfðu gætt sér á gómsætum veitingum systur minnar þá sungu Karlotta og Oddur Vilberg fyrir gestina og gerðu það virkilega vel.

Ég var að sjálfsögðu með myndavélina mína, en allar 99 myndirnar mínar frá deginum má sjá hér.

Myndina hér að neðan fékk ég hins vegar lánaða úr myndaalbúminu hennar mömmu. Á myndinni má sjá Ragnar Fannberg og skírnarkjólinn sem Guðbjörg prjónaði á soninn.



Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
9. apríl 2006 22:14:45
Mikið er þetta fallegt nafn og fer honum vel ;) skil sko vel að ömmurnar hafi verið sáttar við þetta :):)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
10. apríl 2006 09:19:35
Til hamingju með litla frændan. Fallegt nafn á fallegt barn :)
Þetta lagði Hulla í belginn
10. apríl 2006 18:01:39
Gott og fallegt nafn!
Kveðja úr Drápuhlíðinni!
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn


Hvað á barnið að heita?
Ofangreind spurning verður borin fram á heimili systur minnar í dag og þið, kæru lesendur, fáið að sjá svarið í kvöld :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
9. apríl 2006 20:12:35
Spenningur!
Var semsagt verið að skíra?
Þetta lagði Anna Hjalta í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum