|
9. ágúst 2006 # Það er svo gaman að vera í skóla Þegar fólk spyr mig hvernig mér líki kennarastarfið þá segi ég oft að ég hafi gerst kennari af því mér fannst alltaf svo gaman í grunnskóla og langaði til að komast þangað aftur. Á þessum árstíma rýkur þessi blessaða skólaást alltaf upp úr öllu valdi. Í færslu sem ég sendi frá mér í hitteðfyrra tala ég einmitt um þetta, þennan fiðring sem kemur þegar skólabyrjunin nálgast. Fólk heldur líklega að ég sé eitthvað skrýtin (enda hef ég nú löngum verið það ;)) en ég er farin að hlakka alveg rosalega til að byrja aftur að vinna, hitta samstarfsfólkið, fá stundatöflu, vekja skólastofuna mína eftir sumarblundinn, finna til kennslubækurnar, hitta krakkana. Auðvitað er ósköp gott að vera í fríi og ég á örugglega eftir að bíða spennt eftir vetrarfríinu í nóvember ásamt samkennurum mínum en það er bara svo gaman í skólanum ;) Ég býst við að maður sé líklega á réttri hillu ;)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
3 hafa lagt orð í belg
Úff.....
Kveðja, Rakel.
Þetta lagði Rakel í belginn
Þú ert greeeinilega á réttri hillu, Sigurrós mín:) Njóttu fiðringsins!;)
Þú ert meiri krúsin!
Þetta lagði Bára í belginn
Æðislegt að heyra :D Þú ert svo sannarlega á réttri hillu - það hef ég svosem aldrei efast um hihi.
Þetta lagði Theó í belginn