11. desember 2007  #
Jólabörnin undir trénu

Samkvæmt jólagjafahandbók Kringlunnar hefur sú skemmtilega hefð skapast hjá Kringlunni "að taka á móti jólapökkum fyrir jólabörn sem sett eru undir stóra jólatréð á fyrstu hæðinni".

Mér finnst þetta forvitnilegt og er að hugsa um að drífa mig og sjá þennan aragrúa af jólabörnum sem kúrir undir trénu á fyrstu hæðinni.

Svona getur einföld kommusetning (eða það er að segja skortur á henni) breytt fallegri frétt í algjört bull og vitleysu...

 

P.S. Vona að enginn haldi að ég sé að gera grín að hinu rétta innihaldi fréttarinnar, ég er að sjálfsögðu eingöngu að tala um setningafræðina sem virðist því miður ekki vera kennd lengur. Það ættu auðvitað allir að drífa sig að setja pakka undir tréð :) Sælla er að gefa en þiggja!


Uppfært 12. des
.

Þegar ég skrifaði færsluna var ég að reyna að muna svona kommusetningarbrandara sem amma sagði mér einu sinni. Setningin úr brandaranum rifjaðist loks upp fyrir mér. Mig minnir að sagan hafi fjallað um kennara sem var að æfa nemendur í kommusetningu og setti eftirfarandi setningu á töfluna:

Hundar bitu menn og konur hlupu í burtu og geltu.

Nemendurnir áttu að setja kommu á réttan stað, en hinn rétti staður átti að sjálfsögðu að vera fyrir aftan "konur", þ.e.a.s.

Hundar bitu menn og konur, hlupu í burtu og geltu.

Sem sagt, þessir illkvittnu hundar bitu bæði menn og konur en hlupu síðan í burtu geltandi. 

Einhver sleppti þó alveg að setja kommu í setninguna en merking hennar varð þá í rauninni sú að hundspottin hefðu bitið menn en konurnar hefðu hins vegar hlaupið á brott geltandi.

Gaman að þessu ;) 


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
11. desember 2007 20:02:53
HAHAHAHHAHAHAH.....sammála - til í að gera mér sér ferð með þér til að sjá börnin undir trénu!

Já það getur skipt miklu máli að hafa kommur á réttum stöðum eins og þær geta verið pirrandi þegar of mikið er af þeim.
Þetta lagði Stefa í belginn
11. desember 2007 20:59:50
Ég bið þig allavega blessaða um að fara ekki með hana Rögnu Björk og láta setja hana undir tré fyrir jólapakka.
:)
Þetta lagði Mamma í belginn
11. desember 2007 22:01:07
Gæti verið tilbreyting fyrir börn sem eru orðin þreytt á Ævintýralandinu!!
Þetta lagði Rakel í belginn
12. desember 2007 21:50:16
Má lána?
ætli maður geti "lánað" börnin sín undir tréð svona eins og í nokkra tíma eða svo : )
Án gríns, þá er oft ótrúlega gaman að skoða setningar með svona vöntun á kommum, því þær fá svo nýja merkingu.
kv
Stóra systir
Þetta lagði Guðbjörg í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum