15. júlí 2007  #
Gjugg í borg :)

Það er búið að skamma mig fyrir að blogga sjaldan (ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki í það síðasta...). Aðalafsökunin er kannski bara leti við að setjast niður og segja frá því sem ég er að gera, en aðrar afsakanir hljóma samt mun betur, þ.e. brúðkaup, gæsanir fyrir utan sífelldar brjóstagjafir ;)

En sem sagt, ég er nú þegar búin að taka þátt í þremur gæsunum það sem af er sumars og fyrsta brúðkaupið var í gær. Þær heiðurskonur sem eru að ganga í hjónaband í sumar eru (í eftirfarandi röð) Jóhanna, Hilda, Anna Kristín og Elva. Það er þó fleiri brúðkaup á árinu, því hún Stefa mín ætlar að gifta sig í nóvember. Ætla ekkert að nefna kalla þessara stúlkna núna, því eins og allir vita snýst brúðkaupið að sjálfsögðu allt um konurnar ;) En þetta eru allt heiðurspiltar líka og fá allir mitt samþykki ;) bara svo það sé nú á hreinu!

Það bjargar mér í öllum þessum veisluhöldum hvað ég fékk góða brjóstapumpu lánaða hjá Stefu. Á dágóðan forða af mjólk í frysti sem gripið er til þegar ég bregð mér af bæ, hvort heldur er til að fara í brúðkaup eða til að sjá Harry Potter í bíó (en það verður einmitt annað kvöld!).

Talandi um Harry Potter þá er ég auðvitað yfir mig spennt eins og aðrir aðdáendur, og þ.e.a.s. yfir bókinni. Enda um lokabókina að ræða! Hef hins vegar smá áhyggjur af hvort ég nái að lesa hana meðan ég er að gefa Rögnu Björk að drekka. Er oft að lesa á meðan, en sé fyrir mér að rota óvart barnið ef ég missi Harry Potter út úr höndunum, þær eru alltaf svo þykkar og miklar! Nei, engar áhyggjur, ég mun bara lesa hana inn á milli brjóstagjafa :) 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum