|
17. júní 2007 # Hæ hó jibbí jei... ...það er kominn 17. júní! :) Litla fjölskyldan í Arnarsmáranum gerði sér glaðan dag í og skrapp niður á Rútstún eins og sönnum Kópavogsbúum sæmir á 17. júní. Þar var margt um manninn og mikið um að vera. Ragna Björk svaf hátíðarhöldin af sér í kerrunni en mun kannski fylgjast betur með á næsta ári ;) Við tókum síðan smá rúnt með kerruna um austurbæ Kópavogs og tókum myndir af Kársnesskóla og Þinghólsskóla (sem heitir reyndar líka Kársnesskóli núna eftir sameiningu.). Á leiðinni í gegnum Hófgerðið rákumst við á Pétur Óla og fjölskyldu sem voru einnig á leiðinni á Rútstúnið. Einar og Inga komu einnig út í gættina og spjölluðu við okkur. Fínn dagur :) og svo sannarlega skemmtilegri en síðasti 17. júní!
Fáninn sem Ragna Björk er með á myndinni hér að ofan er eina flaggið sem ég dró að húni í dag. Það er fánastöng hérna úti í garði og ég tók að mér fyrir tveimur árum að geyma fánann og flagga á hátíðardögum. Það að ég flaggaði síðast á 17. júní fyrir tveimur árum sýnir því miður hvað ég hef staðið mig vel í þessu hlutverki eða þannig...
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
4 hafa lagt orð í belg
Úps....Ragna Björk hefur verið að hreiðra um sig þarna fyrir ári - eller hvad?
Þetta lagði Rakel í belginn
Jú, það er svolítið skondið að þegar reiknað var tilbaka hvenær hún hefði komið undir þá var það einmitt um þetta leyti ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Mikið tekur min sig flott út með fánann. Mamman þarf hinsvegar greinilega að taka sig á í hlutverki sínu.
Þetta lagði Mamma í belginn
Flott dama med fana
Ragna Bjork er flott med fanann. Verst ad geta ekki verid med ykkur a Rutstuni. Vid verdum vonandi saman eftir ar. Tetta verdur svo skrytid blogg vegna tess ad tad eru engir islenkir stafir i Bulgariu. Sjaumst eftir 2-3 daga. Kvedja til ykkar allra.
Þetta lagði Amma Bjork í belginn