17. júlí 2007  #
Raus dagsins

Mikið rosalega finnst mér leiðinlegt þetta nýja kerrukerfi sem þeir notast við í nýja IKEA. Að mega ekki fara með kerruna sína út að bíl til að koma vörunum sínum fyrir og þurfa í staðinn að láta misathugula unglinga passa vörurnar sínar á meðan.

Var þarna á sunnudaginn að kaupa lítið borð í stofuna og var einnig með poka með ýmsu smálegu. Skildi kerruna eftir með poka og borði í höndum ungs pilts fyrir utan búðina meðan ég fór og sótti bílinn. Þegar ég kom aftur fann ég í fljótu bragði hvorki strákinn né kerruna mína. Rak síðan augu í kerruna og sá svo strákinn koma út úr búðinni. Ég spurði hann kurteislega hvort hann ætti ekki að standa hjá kerrunni minni meðan ég færi að ná í bílinn og hann hváði eins og hann skildi mig ekki og varð hálfvandræðalegur þegar ég spurði aftur og sagðist bara aðeins hafa þurft að fara inn. Ég varð hálfpirruð en ákvað að flýta mér bara inn í bíl áður en ég færi að láta það bitna á strákgreyinu.

Æ, ég er kannski bara svona skrýtin, en þó það séu nú ákaflega litlar líkur á að einhver steli vörunum mínum úr poka rétt á meðan ég sæki bílinn þá hafa nú fráleitari hlutir gerst. Og ef ég má ekki fara með kerruna mína út að bíl, þá vil ég líka að einhver standi allan tímann og fylgist með kerrunni. 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
17. júlí 2007 22:59:01
Sannarlega sammála! Vona að betur sé fylgst með börnunum í gæslunni þar!!
Þetta lagði Rakel í belginn
18. júlí 2007 00:08:47
Það er eiginlega allt nema maturinn sem manni finnst verra á nýja staðnum.
Þetta lagði Mamma í belginn
18. júlí 2007 08:12:50
Mér finnst nú flest allt mikið betra í nýju IKEA. Bæði er búðin stærri sem gefur auga leið að lagerinn er stærri og þú meiri líkur á að fá það sem þú ætlar að kaupa. Lenti í því ALLTAF á gamla staðnum að það sem ég ætlaði að kaupa var ekki til. Svo þarf maður ekki að labba í gegnum alla búðina til að fara í smávörur. Sér stæði fyrir fólk með börn osfr. Ætli þessi kerrumál séu ekki til að koma í veg fyrir að fólk skilji kerrurnar eftir í reiðileysi og þær skemmi bíla!!
Þetta lagði Ingunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum