18. febrúar 2007  #
Vel heppnað surprise-partý! :)

Við Klúbbstúlkur héldum surprise-partý í gær fyrir hann Assa okkar en hann varð þrítugur á dögunum. Kallinn hélt hann væri að mæta í rólegt matarboð og Eurovision og varð frekar mikið hissa þegar annað kom í ljós. Þetta var auðvitað svaka stuð, við borðuðum ótrúlega veglegar og gómsætar veitingar sem Theó og Jóhanna höfðu útbúið, fylgdumst með Eiríki Haukssyni ofurtöffara og sjarmör vinna Eurovision, færðum Assa smáar sem stórar gjafir á klukkutímafresti (mældum tímann með eggjasuðuklukku) og fórum í leiki. Á endanum fór risastór hópur úr partýinu á Eurovision-ballið á Nasa, en við bumbulínur fórum reyndar heim, enda ekki mjög spennandi tilhugsun að vera staddur með bumbuna sína í troðningnum á Nasa. Er bara búin að heyra í einum Klúbbmeðlimi eftir herlegheitin, spurning hvort öll hin hafi djammað frá sér vit og rænu? ;)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
19. febrúar 2007 19:41:48
Það hefur heldur betur verið fjör hjá ykkur:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
20. febrúar 2007 13:05:23
úfffff þetta var æði, sé þig á miðvikudaginn og þá færðu nákvæma útlistingu á ballinu :)
Þetta lagði Jóhanna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum