|
19. ágúst 2007 # Gúmmíbangsar og Bangsi Bestaskinn Fékk virkilega skemmtilega nostalgíuafmælisgjöf þetta árið. Um daginn rifjaðist upp fyrir mér hvað mér fannst Bangsi Bestaskinn svakalega skemmtilegur. Við vorum aldrei með Stöð 2 á mínu heimili en þættina sá ég einstaka sinnum heima hjá Ástu vinkonu. Fann þættina, mér til mikillar gleði, á Amazon og smellti þeim á óskalistann hjá mér. Amazon er með svolítið skemmtilegt sölutrikk, þegar maður er búinn að panta hjá þeim vöru eða setja á óskalista þá stinga þeir upp á svipuðum vörum til að freista manns. Eftir að Bangsi Bestaskinn var kominn á óskalistann birtist einmitt slík vara sem freistaði mín jafnvel enn meira en Bangsi Bestaskinn, fékk næstum tár í augun af heiftarlegu nostalgíukasti. Þarna voru komnir Gúmmíbangsarnir, eða The Gummi Bears, sem einnig voru á Stöð 2 og það voru sko jólin þegar ég rakst á slíkan þátt hjá Ástu vinkonu eða í þau fáu skipti sem dagskráin var opin um mánaðarmót. Ég hoppaði hæð mína af gleði og bætti þeim á óskalistann með leifturhraða. Báðar seríurnar eru nú komnar til mín, tveir diskar með Bangsa Bestaskinni (en þó aðeins 10 þættir samtals) og þriggja diska sett með 48 stuttum þáttum af Gúmmíböngsunum. Ég er búin með Bangsa Bestaskinn og hafði gaman af þó þættirnir séu reyndar mun smábarnalegri en mig minnti. Er aðeins byrjuð á Gúmmíböngsunum og þar er sko allt eins og mig minnti. Frábærlega skemmtilegir þættir sem verður gaman að horfa á. Það hefði vissulega verið gaman að eignast þessa þætti með íslenskum texta svo Ragna Björk gæti notið þeirra seinna með mér, en börn eru nú ótrúlega seig að horfa á "útlenska" þætti. Sjálf átti ég enska, ótextaða spólu með Stjána bláa sem mér fannst gaman að horfa á, Karlotta horfði í sífellu á Disney-öskubuskuna á spænsku þegar hún var lítil og krakkar nú til dags elska að horfa á Cartoon Network þó þar sé enginn texti. Svo að ég hef litlar áhyggjur af textaleysinu. Er stundum að velta fyrir mér hvort ég vex einhvern tímann upp úr því að horfa á teiknimyndir. Hef verið dugleg að kíkja á Disney Channel meðan ég er að gefa Rögnu Björk og er farin að kunna sýningartíma ákveðinna þátta utan að... Vissi svo ekki hvort ég ætti að vera stolt eða skammast mín í gær þegar við kíktum á Epic Movie á DVD og ég þekkti röddina í einni persónu þar, sem röddina sem talar fyrir aukapersónu í Lilo og Stitch... ;)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
9 hafa lagt orð í belg
Engri lík!!!! :)
Þetta lagði Rakel í belginn
Engri lík - það er rétt
Þú hefur kannski tekið því of bókstaflega í uppeldinu þegar þér var sagt að það ætti alltaf að varðveita barnið í sér. Þetta er bara gott mál og Ragna Björk á eftir að njóta þess að sitja með mömmu og horfa líka. Þú gætir þá kannski raðað öllum gömlu tuskudýrunum í sófann líka. Já, Sigurrós mín það er rétt sem Rakel segir - þú ert engri lík.
Þetta lagði Mamma í belginn
Já sko örð að sönnu :) Svo las ég tuskudýr sem tígrisdýr og var svosem ekkert að kippa mér upp við það að þú hefðir safnað tígrisdýrum þegar þú varst lítil!! Ha ha smá brjóstaþoka í gangi
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
Já og örð átti að sjálfsögðu að vera orð... kennum bara brjóstaþokunni aftur um :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
Maður á sko aldrei að vaxa uppúr þessu, ég get ekki beðið eftir að Guðrún Pálína verði nógu gömul til að fara í bíó með mér á teiknimyndir ;)
Þetta lagði Jóhanna í belginn
ohhhh vá!!! Nú er ég ekki mikil teiknimyndamanneskja í dag en ég væri sko alveg til í að sjá Gúmmíbangsana (man meira að segja lagið...), bangsa bestaskinn og svo KÆRLEIKSBIRNINA :) Átti heldur aldrei Stöð 2 svo man vel hvað það var mikil hátíð í þau FÁU skipti sem maður komst yfir þátt ;)
Þetta lagði Halla í belginn
Hey, ég sé að færslan þín er dagsett 30. ágúst. Þýðir það að við fáum ekki aðra færslu fyrr en eftir þann tíma?
Þetta lagði Mamma í belginn
Búin að laga dagsetninguna :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
Þegar ég var búin að panta þessa þætti þá komu Kærleiksbirnirnir einmitt mjög sterkt upp í hugann ;) Allir saman og Staaaara! Var það ekki einhvern veginn þannig? :) En ég kunni nú ekki við að panta mér meiri teiknimyndir að sinni...
En Halla mín, þið Daníel megið auðvitað koma við einhvern tímann og horfa með okkur Rögnu Björk á Gúmmíbangsana í LazyBoy-stólunum ;) Svo máttu líka að sjálfsögðu fá þetta lánað. Bangsi Bestaskinn er t.d. líka á spænsku á DVD-diskinum :)
Þetta lagði Sigurrós í belginn