6. mars 2007  #
Lyklaflóðið

Ég skrifaði bankanum mínum e-mail í janúar til að kanna hvort þeir ætluðu ekkert að senda mér auðkennislykil. Mér fannst allir komnir með sinn lykil og þar sem bankinn minn man aldrei nokkurn tímann eftir að senda mér dagatal eða neitt annað skemmtilegt, þá taldi ég að ég yrði líka skilin útundan með auðkennislykilinn.

Það er skemmst frá því að segja að viðbrögðin létu ekki standa á sér. Það er nú búið að senda mér þrjú dagatöl fyrir árið 2007, svo að ég ætti að geta fylgst vel með hvaða dagur er. Og þriðji auðkennislykillinn minn kom í póstinum í dag.

Maður á greinilega að vera duglegri að láta vita af því ef maður er ósáttur :) Vona samt að það séu ekki fleiri dagatöl eða lyklar á leiðinni til mín, þetta er alveg orðið gott í bili... 


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
6. mars 2007 20:10:47
Ég fer nú að athuga minn gang því ég hef enn ekki fengið slíkan auðkennislykil. Ég spurði reyndar um hann fyrir þó nokkru og var sagt að bíða bara róleg.

Þetta lagði Mamma í belginn
6. mars 2007 22:54:42
Mundu samt að fara varlega í sakirnar svo þú sitir ekki skyndilega uppi með heila kippu af auðkennislyklum ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
8. mars 2007 10:39:43
Hefurðu prófað að virkja þá alla?? ;o) Ég sé þetta bara sem reglulega góðan kost - þá er hægt að hafa einn heima, einn á lyklakippunni og einn til vara ;o)

Ég fékk nú reyndar bara einn en ég er dauðhrædd um að litla stýrið mitt nái til hans og týni honum einhvers staðar í dótinu sínu.

Bestu kveðjur,
Stefa
Þetta lagði Stefa í belginn
8. mars 2007 14:36:29
Ég fékk einmitt þessa hugmynd að nota þá alla, en skildist á eiginmanninum að það væri bara hægt að virkja einn...

En ég á þá hina til vara ef ég týni þessum fyrsta :) Get þá sagt bankanum að það þurfi ekki að senda mér nýjan ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
9. mars 2007 14:12:31
Ég fór nú bara í bankann og sótti einn;) Það virðast ekki allir senda...
Þetta lagði Ingunn í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum