8. mars 2007  #
Auðlindarákvæðið

Þó við séum reyndar búin að ákveða nafn á tilvonandi erfingja (þ.e.a.s. ef þetta er stúlka eins og sónarmyndirnar segja...), þá er samt gaman að velta fyrir sér ýmsum mannanöfnum.

Arna, samkennari minn og samHenríetta, sem einnig gengur með lítið stelpukríli, fann hið frábæra stúlkunafn Vísa Skuld sem er auðvitað mjög viðeigandi á þessum síðustu og fjármögnuðustu tímum. Nú, þar sem ég sat og las Fréttablaðið í gær fékk ég hugmynd að nafni fyrir næstu dóttur hjá henni. Sú næsta gæti auðvitað heitið Auðlind, svona til að halda fjármagnsþemanu! Veit ekki hvort það er leyfilegt samkvæmt hinni kýrskýru mannanafnanefnd, en það beygist náttúrulega eins og Berglind svo að það hlýtur bara að vera í lagi :)


Leggja orð í belg
11 hafa lagt orð í belg
8. mars 2007 19:53:14
Þá yrði Auðlind Sigurrósardóttir náttúrulega til að vera meira "outstanding"......!
Þetta lagði Rakel í belginn
9. mars 2007 14:52:55
Þessi nöfn eru nú alveg dásamleg - en er ekki hægt að kvengera karlmannsnafnið Hrærekur svo úr verði t.d. Hræreksína / Hræreka. Þetta nafn venst ótrúlega fljótt svo fallegt sem það er......

Hræreka Jóhannesdóttir er alveg einstakt!

Kveðja,
Stefa

Þetta lagði Stefa í belginn
9. mars 2007 16:25:15
það má ekki gleyma millinafni á börnin
Þetta lagði Jói í belginn
9. mars 2007 16:51:47
ha ha snilld! sammála jóa... og þar sem fiskurinn er okkar helsta auðlind, er þá ekki Auðlind Ýsa Svavarsdóttir bara rosa flott!Ennþá betur við hæfi þar sem Svavar vinnur við að selja fisk!!!
Þetta lagði margrét arna í belginn
11. mars 2007 17:12:39
Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn elsku Sigurrós og Jói :):) Þið eruð vonandi komin heim í Betrabólið og hafið það gott :) Maður bíður svo bara spenntur eftir myndum af prinsessunni :)
Þetta lagði Halla í belginn
11. mars 2007 20:59:54
Mér tekst ekki að skrifa í gestabókina svo ég sendi hamingjuóskirnar með litlu telpuna þína bara hingað. Heilsist ykkur báðum sem best.
Þetta lagði Eva í belginn
11. mars 2007 22:24:22
Hamingjuóski
Elsku vinir, óskum ykkur innilega til hamingju með prinsessuna ykkar. Þetta var góður dagur sem hún valdi og mikið þykir mér hún nú góð að láta ekki bíða eftir sér. Við bíðum spennt eftir að fá að hitta gullmolann og einnig eftir því að fá að sjá myndir. Gangi ykkur rosalega vel og ef ykkur vantar eitthvað þá erum við nálægt.
Knúskveðjur úr 16
Helga, Jónas og Jón Grétar
Þetta lagði Helga Sigrún og c.o í belginn
12. mars 2007 05:21:00
Hamingjuóskir
Elsku Sigurrós og Jói
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Hún er BARA falleg.
Vona að ykkur lýði öllum vel, og njótið þess að vera loksins saman :)
Okkar bestu kveðjur héðan frá DK
Hulla, Eiki og börnin
Þetta lagði Hulla í belginn
12. mars 2007 09:19:43
Til hamingju með dótturina!
Elsku Sigurrós og Jói!
Til hamingju með frumburðinn (hún er algert krútt) og gangi ykkur vel í foreldrahlutverkinu. Farið vel með ykkur!
Þetta lagði Anna S. Hjaltad í belginn
12. mars 2007 14:42:36
Til hamingju með litlu...!! Kem svo í heimsókn við tækifæri og fæ að knúsa hana smá ;)
Þetta lagði Unnsteinn í belginn
12. mars 2007 18:40:32
Til hamingju
Elsku Sigurrós og Jói til hamingju með litla ljósið, við erum auðvita mjög spennt að sjá myndir enda búinn að fylgjast með henni í langan tíma!! Gangi ykkur sem allra best.
Kossar og knús úr Eskihlíðinni


Þetta lagði Daníel Gauti og fjölskylda í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum