11. mars 2008  #
Afmælisdagur og fyrsti og síðasti dagur í orlofi

Ragna Björk átti 1 árs afmæli í gær og þar sem við Jói vorum bæði í fæðingarorlofi (fyrsti dagurinn hans og síðasti dagurinn minn) ákváðum við fjölskyldan að gera eitthvað huggulegt saman. Framan af morgni vorum við í leti á náttfötunum, ekkert stress og Ragna Björk dundaði sér með allt nýja dótið (kemst varla lengur inn í herbergið sitt eftir að hafa fengið allar þessar fínu afmælisgjafir!).

Eftir blundinn hennar fórum við í Fensalina að skoða nýju íbúðina sem mamma og Haukur voru að kaupa og fengu afhenda í dag á þessum góða merkisdegi. Ragna Björk trítlaði um tóm herbergin og hugsaði örugglega að amma og afi væru svolítið skrýtin að vera ekki með nein húsgögn heima hjá sér ;)

Því næst lá leiðin í Perluna enda um stórafmæli að ræða ;) Þar fengum við okkur góðgæti á kaffiteríunni, skoðuðum túristana og höfðum það kósí.

Fínn dagur og gaman að enda síðasta frídaginn á svona skemmtilegheitum :)

Svo má reyndar líka geta þess að Sálin hans Jóns míns (þ.e.a.s. hljómsveitin en ekki sagan...) átti líka afmæli í gær en þessi frábæra hljómsveit er nú orðin 20 ára gömul. Sálin er í miklu uppáhaldi hjá mér svo að mér fannst mjög viðeigandi að þeir ættu svona flottan afmælisdag ;)

Í dag byrjaði ég svo aftur að vinna eftir rúmlega ár í fríi. Ég verð nú að viðurkenna að það var ekkert svaka spennandi að stökkva fram úr kl. 7 til að hafa sig til og fara út úr húsi, en samt ekki eins erfitt og ég var búin að búast við.

Ég er í forfallakennslu þessa vikuna en þó aðeins fyrir einn kennara, svo að það er nú ekkert hringl fram og tilbaka.

Það var síðan kósí að koma heim og knúsa litlu rófuna að vinnu lokinni en við fórum með hana í 1 árs skoðun og sprautu í ungbarnaeftirlitinu í dag.

Ætli maður fari svo ekki snemma að sofa í kvöld ;) 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
11. mars 2008 21:34:48
Velkomin til starfa aftur...þú getur hugsað til þess að það eru nokkrir dagar eftir og svo FRÍ:)
Þetta lagði Sigrún í Mosó í belginn
11. mars 2008 22:33:14
Við erum allar svo glaðar að fá þig til okkar - og notalegt fyrir mig að geta notað merkjamálið aftur!!
Þetta lagði Rakel í belginn
12. mars 2008 09:34:44
Hugsaði rosalega mikið til þín í gær... fyrsti vinnudagurinn!
Þetta lagði Margrét Arna í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum