|
14. september 2008 # Nákvæmlega! Jón Haukur Sigtryggsson Moggabloggari fjallaði í vikunni um mál sem er mér afar hjartfólgið. Það er þetta með dyrnar og hurðirnar. Dyrnar eru sum sé gatið sem hurðin fellur inn í. Það er ekki hægt að opna og loka hurðum, við opnum og lokum dyrum með hurðum. Nokkrir hafa sett inn athugasemdir hjá Jóni og sumir telja hann hreinlega skrýtinn. Ég hins vegar fann mikinn fögnuð streyma um mig við lesturinn, því mér var farið að líða eins og geirfugli í þessari umræðu um dyr og hurðir. Mér finnst nefnilega langflestir vera að "opna og loka hurðum" nú orðið. Ég steypist t.d. út í útbrotum við að horfa á einn af Stubbaþáttum dóttur minnar, þar sem Tinky Vinky, Dipsý, Lalla og Pó keppast í gríð og erg við að "opna og loka hurð" sem birst hefur í Stubbalandi...!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
5 hafa lagt orð í belg
Þetta hef ég hreinlega aldrei hugsað um! En þetta er skemmtileg umræða og gaman að sjá svar Jóns við efasemdunum sem eru, satt best að segja, varla málefnalegar.
Það er líka gaman að sjá færslu frá þér, ég kíki oft við hjá þér og ætla að leyfa mér að gera það áfram: )
Kær kv.
Þetta lagði Katla Lárusdóttir í belginn
Orð í tíma töluð.
Hvað segja kennararnir, er þetta ekki eitthvað sem þarf að taka fyrir í grunnskólanum?
það er svo ótrúlega margt sem er að gleymast í íslensku máli og það er þetta með hurðir og dyr sem mörgum finnst erfitt að skilja, Sbr. þennan sem kommenterar hjá Jóni og auglýsir þar með fávisku sína.
Kær kveðja og knús,
Þetta lagði Mamma svarar í belginn
Hjartanlega sammála!
Ég er afskaplega fegin alltaf þegar menn vekja athygli á svona orðanotkun. Þetta með dyrnar og hurðirnar er mér hjartans mál! Mér leiðast reyndar allar illa unnar auglýsingar þar sem mörg verð (eintöluorð) eru auglýst en ekki t.d. gott verð! Ég gæti haldið áfram í allan dag og lengur en segi bara: Áfram rétt, blæbrigðarík íslensk tunga. Verum áfram á varðbergi! Íslenskan lengi lifi (",)
Þetta lagði Steinunn í belginn
Ég lenti í þessari umræðu við krakkana mína í skólanum...þeim fannst þetta vera svo mikið smáatriði hjá mér! En rétt skal vera rétt:)
Þetta lagði Sigrún Sig í belginn
Er hjartanlega sammála þessu.....gala samt oft sjálf á drengina mína að "loka hurðinni"!!!
Verð að fara að breyta þessu...;(
Þetta lagði Rakel í belginn