|
18. október 2008 # Að taka sig saman í andlitinu Við hér í Betrabóli hefðum helst þurft að ráða okkur heilbrigðisstarfsmann síðustu vikuna. A.m.k. í hálft starf! Jói er búinn að vera lasinn heima síðan á föstudeginum fyrir viku, Ragna Björk er búin að vera lasin síðan um síðustu helgi (fór reyndar í leikskólann á þriðjudag og miðvikudag) og ég skreiddist lasin heim úr vinnu síðastliðinn miðvikudag. Þvílíkt ástand á heimilinu. Næturlæknirinn sem kom að kíkja á Rögnu Björk um miðja viku leit á mig líka og sagðist helst halda að ég væri að fá einkirningasótt. Ég fór nú eiginlega bara að hlæja - því það var annað hvort það eða fara að gráta...! ;) En læknirinn sem ég talaði við daginn eftir á heilsugæslunni staðfesti það sem ég hélt, að þann hrylling fær maður bara einu sinni á ævinni. Svo að ég fékk bara fúkkalyf við bakteríusýkingu í staðinn og vonandi lagast dularfullu bólgnu háls-eitlarnir við það. Jói er líka að taka fúkkalyf við svæsinni bakteríusýkingu í hálsi svo að við erum bara alveg í stíl hjónakornin ;) Ragna Björk sleppur sem betur fer við að taka lyf við sinni pest og við erum mjög fegin meðan við náum enn að tefja það að hún fái sýklalyf í fyrsta sinn á ævinni. - o - o - o - o - Í gærkvöld gafst ég loks upp og skráði mig inn á Facebook. Mér hefur alltaf fundist tengslanet-pælingin við Facebook svolítið spennandi, en samt ekki nóg til að mig langaði að taka þátt. Nenni eiginlega ekki að telja upp hér það sem mér finnst fráhrindandi við Facebook, hef átt alltof margar slíkar samræður við þá sem óðir og uppvægir vildu draga mig inn í fjörið ;) Það er alveg hægt að nota Facebook á ýmsan hátt og ég er alveg búin að fatta að ég get auðvitað bara tekið þátt í þeim hlutum þess sem mér finnast spennandi (nánar tiltekið, til að endurvekja tengsl við gamla vini og kunningja) og sleppt hinu. Svo var líka bara einfaldara að gefast upp og taka þátt, heldur en að halda rökræðunum áfram. If you can´t beat them, join them! ;)
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
6 hafa lagt orð í belg
Amma varð að vera í stíl við hina sjúklingana og fór á læknavaktina í gær með hósta og hita. Var skellt beint á Prednisolon stera.
Kveðja og knús til hinna sjúklinganna með ósk um góðan bata.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
If you can't beat them. Your not trying hard enough. ^^
Þetta lagði Kári í belginn
Ljóta ástandið
Þessi var góður Kári.
Sendi ,,batnaðarkveðjur" á alla veika bæi og ætla rétt að vona að minn bær sleppi í þetta sinn.
Kv
Guðbjörg O.
Þetta lagði Guðbjörg Oddsd í belginn
Mikið var gaman að sjá myndirnar á vefnum hennar Rögnu Bjarkar þar sem hún er með gamla læknadótið þitt og gömlu myndina af þér að lækna pabba.
Knús til ykkar.
Þetta lagði Mamma í belginn
Vonandi hefur þú gaman af fésinu, það er um að gera að nota "hunsa"takkann á fítusana sem maður kærir sig ekki um, ég geri það allavegana.
Batnikveðjur til ykkar.
Þetta lagði Katla Lárusdóttir í belginn
Ójá - ignore takkinn er mikið notaður hjá mér....! Og svo eru það dularfullu hjónabandstilboðin frá náskyldum frændum! Passaðu þig á þeim!
Þetta lagði Rakel í belginn