29. maí 2008  #
Hvar var ég stödd?

Þetta var nú meiri jarðskjálftinn í dag! Sem betur fer eru mamma og Haukur flutt frá Selfossi og í bæinn og Guðbjörg og fjölskylda sluppu sem betur fer líka við tjón. Þar á bæ er búið að pakka flestallri búslóð ofan í kassa þar sem þau eru líklegast að flytja um helgina og það var því aðeins eitt lítið rakspíraglas sem datt niður á gólf og brotnaði. Annað er heilt og í góðu lagi sem er eiginlega magnað miðað við þær myndir sem fréttastofur hafa sýnt frá Selfossi og Hveragerði. Og ólíkt skjálftanum árið 2000 þá varð ég nú vör við þennan...

Skrapp í Next í Kringlunni eftir vinnu í dag. Kl. 15:45 stóð ég á gallabuxunum og brjóstahaldaranum inni í mátunarklefa þegar allt byrjaði að hristast og skjálfa. Ég nam staðar við að troða mér í skyrtu sem reyndist langt frá því að passa og hugsaði að þetta hlyti að vera jarðskjálfti. Velti fyrir mér hvort ég ætti að hlaupa út á brjóstahaldaranum og forða mér áður en þakið hryndi ofan á mig. En þar sem ég heyrði engan kalla eitt eða neitt ákvað ég að það væru bara einhverjar framkvæmdir í gangi á efri hæð Next og einsetti mér að tékka bara á þessu á mbl.is þegar ég kæmi heim. Kláraði að máta í rólegheitum og þar sem allt var með kyrrum kjörum frammi í búð þegar ég var búin þá hætti ég að hugsa um hugsanlegan jarðskjálfta/borframkvæmdir og fékk mér pulsu.

Varð síðan pínu hverft við þegar ég kveikti á útvarpinu í bílnum þegar þangað var komið og komst að því að Almannavarnir voru í viðbragðsstöðu, Ölfusárbrú lokuð, skemmdir á vegum og heimili í Árborg á hvolfi. Keyrði næstum út í móa í fátinu við að leita að gemsanum og tékka á mínu fólki á Selfossi og einnig litlu prinsessunni minni heima. Eins og ég nefndi hér að ofan þá voru þau sem betur fer öll heil á húfi og ekkert skemmt hjá Grundartjarnarfjölskyldunni. Nú bara vona ég að það komi enginn stór eftirskjálfti svo að sú staði haldist nú örugglega áfram... Verð að viðurkenna að ég er nú ósköp fegin að þau eru að koma í bæinn!


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
30. maí 2008 12:16:29
hahaha... Það hefði verið fyndið hefðirðu hlaupið fram á brjóstahaldaranum og mætt fólki sem ekki hefði tekið eftir jarðskjálftanum. Hefði verið hressandi;) haha
Þetta lagði Bára í belginn


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum