30. júlí 2008  #
Í sól og sumaryl

Það er pínu flókið að halda úti tveimur bloggsíðum. Nú höfum við mæðgur t.d. verið að skemmta okkur heilmikið í sólinni þessa dagana og hvor okkar fær þá að blogga um það? Já, sumir gera sér lífið flókið! ;) Ætli ég setji þessa færslu ekki bara á báðar síður...

Í gær bökuðum við sjónvarpsköku, þ.e.a.s. ég sá um baksturinn og hún sá um að leika með kubba við eldhúsborðið á meðan ;) Þegar við vorum búnar að borða af kökunni prófuðum við að fara á gæsluvöllinn niðri við Lækjarsmára. Ragna Björk er of ung til að vera skilin þar eftir í gæslu, en mamman mátti vera með og sú stutta naut þess í botn að hlaupa um svæðið og leika við alla hina krakkana. Ferðirnar niður rennibrautina voru óteljandi, rólan var mikið notuð og hálfur sandkassinn kom með heim í uppábrotinu á gallabuxunum. Hitinn var gríðarlegur og við þömbuðum heilmikið vatn þegar við komum heim.

Það var ekki spennandi tilhugsun að hanga inni fram að kvöldmat eftir svona skemmtilega útiveru svo að við lokkuðum Jóa með okkur út á svalir, krítuðum myndir og blésum sápukúlur.

Í morgun græjuðum við okkur upp, settum á okkur sólarvörn og fórum út í garð með litla tjaldið og smá dót. Ragna Björk var stórhrifin, hljóp út um allt og hló. Stelpurnar á hæðinni fyrir neðan voru úti að leika og leyfðu Rögnu Björk að "hoppa" með sér á trampólíninu. Þær voru ósköp góðar við hana og pössuðu vel upp á hana. Á eftir ætlum við svo kannski að fara á Árbæjarsafnið með ömmu Rögnu, afa Hauki, Guðbjörgu og Ragnari Fannberg.

Það er sko líf og fjör þegar sólin skín! :)


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum