|
8. nóvember 2008 # Gleymdirðu einhverju? Þá er langþráð helgin komin. Sumar vikur eru einhvern veginn lengri en aðrar og þessi var ein af þeim. Það var reyndar ýmislegt skemmtilegt í vinnunni, m.a. fórum við með alla 50 fyrstu bekkingana í heimsókn á leikskóla í gær, tróðum þeim þar öllum inn og allir borðuð nestið sitt og fengu að leika sér við leikskólakrakkana. Heilmikið fjör og við erum strax farnar að hlakka til næstu leikskólaheimsóknar. Það getur verið svo gaman að þessum sex ára krökkum og gullkornin sem koma frá þeim eru oft stórkostleg. Ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa niður það sem kemur frá þeim því þó manni finnist að þetta hljóti maður að muna, þá gleymist allt furðufljótt. Einn strákurinn sagði mér t.d. að mamma sín hefði verið í viðgerð (sem sagt aðgerð) og ein stelpan kvartaði yfir því að bekkjarbróðir sinn hefði sparkað í punginn á sér... Mér fannst t.d. alveg yndislegt í gær þegar ég var að lesa nemendur mína upp í heimakróknum. Ég hafði ekki blásið á mér hárið í gærmorgun, heldur greiddi það bara og leyfði því bara að þorna sjálfu og var satt að segja ósköp ánægð með það. Þegar hárið á mér fær að stjórna sjálft þá verður það mjög "lifandi" og liðast pínu eftir eigin hentugleika. Ég mæti síðan inn í 1. bekkinn þar sem ein stelpan starir á mig og spyr: "gleymdirðu að greiða þér í morgun?" :) Algjör snilld!
|
Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna
Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)
Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes
Art Lad
Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ
..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á rss.molunum
1 hefur lagt orð í belg
Endilega haltu utanum öll svona gullkorn. Ég sé eftir að hafa ekki haldið utanum gullkorn ykkar systranna þegar þið voruð litlar. Ég var svo viss um að muna þau alltaf en minnið er eins og annað sem máist með aldrinum.
Knús frá mömmu
Þetta lagði Mamma í belginn