24. ágúst 2008  #
Silfurhelgin

Við systurnar fórum syfjaðar og þreyttar í frændsystkinapartý í Fagrahjallanum í gær. Ótrúlegt hvað maður getur verið lúinn á haustdögunum í skólanum, og svo hélt Guðbjörg einnig barnaafmæli í gær svo að hún var nú enn þreyttari en litla systir. En við vorum ánægðar með að hafa grafið upp smá orku til að mæta í gillið því það var að sjálfsögðu mjög gaman, enda eru skyldmenni okkar með eindæmum skemmtileg ;) Svona er þetta oft þegar maður nær varla að hafa sig af stað vegna þreytu, þá er oft skemmtilegast. Mér fannst reyndar magnað þegar ég uppgötvaði að af þeim sem eru á landinu, þá vorum við öll mætt.

Ekki stoppuðum við samt mjög lengi og komum heim um hálftólf. Það var ágætt því auðvitað þurfti að vakna snemma í morgun til að horfa á handboltann. Frakkarnir voru því miður betri og vonandi jafna "strákarnir okkar" sig fljótt á því að hafa ekki krækt í gullið - við hin erum a.m.k. alveg himinlifandi með silfrið og finnst það sko alveg nóg. Það er stórkostleg tilfinning að horfa á íslenskt lið standa á verðlaunapalli með stórþjóðunum Frökkum og Spánverjum, og að vera þar í öðru sæti í þokkabót. Glæsilegur árangur í alla staði!


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum