Jói fékk mig með sér í bíó til að sjá "Heim farfuglanna" en hann hafði lesið mjög góða dóma um hana. Það skal alveg viðurkennt hér og nú að ég var ekkert sérstaklega spennt að fara í bíó til að horfa á einhverja fugla! Ég elska dýralífsþætti um pöddur, kóralrifjafiska, grimm rándýr o.fl. en hef aldrei hrifist sérstaklega af fuglum.
Ég skipti algjörlega um skoðun eftir að hafa setið agndofa í einn og hálfan tíma og undrað mig á stórkostlegri myndatöku - það var eins og myndatökufólkið væri hluti af fuglahópnum.
Eftir hafa keypt DVD-diskinn og horft á aukaefnið fannst mér m.a.s. enn meira til koma en áður því þar komst ég að því að myndatökuliðið hafði alið fuglana allt frá því þeir komu úr eggjunum og þjálfað þá í að umgangast menn.
Heimur farfuglanna á IMDB