Hann Tumi fer á fætur
við fyrsta hanagal
að sitja yfir ánum
lengst inni í Fagradal.
Hann lætur hugann líða
svo langt um dal og fjöll
því kóngur vill hann verða
í voða stórri höll.
Og Snati hans er hirðfífl
og hrútur ráðgjafinn
og Smalahóll er höllin,
en hvar er drottningin.
Höfundur: Freysteinn Gunnarsson