Það var gömul kona sem gleypti mý,
skil ekkert í því að gleypa mý - hún deyr kannski af því.
Það var gömul kona sem gleypti fugl,
þvílíkt rugl að gleypa fugl.
Hún gleypti fugl til að ná í mý,
skil ekkert í því að gleypa mý - hún deyr kannski af því.
Það var gömul kona sem gleypti kött,
það er hreint út í hött að gleypa kött.
Hún gleypti kött til að ná í fugl,
hvílíkt rugl að gleypa fugl.
Hún gleypti fugl til að ná í mý,
skil ekkert í því að gleypa mý - hún deyr kannski af því.
Það var gömul kona sem gleypti hund,
hvílík stund að gleypa hund.
Hún gleypti hund til að ná í kött,
það er hreint út í hött að gleypa kött.
Hún gleypti kött til að ná í fugl,
hvílíkt rugl að gleypa fugl.
Hún gleypti fugl til að ná í mý,
skil ekkert í því að gleypa mý - hún deyr kannski af því.
Það var gömul kona sem gleypti svín,
það er hreint ekkert grín að gleypa svín.
Hún gleypti svín til að ná í hund,
hvílík stund að gleypa hund.
Hún gleypti hund til að ná í kött,
það er hreint út í hött að gleypa kött.
Hún gleypti kött til að ná í fugl,
hvílíkt rugl að gleypa fugl.
Hún gleypti fugl til að ná í mý,
skil ekkert í því að gleypa mý - hún deyr kannski af því.
Það var gömul kona sem gleypti kú
hana nú, hún gleypti kú.
Hún gleypti kú til að ná í svín,
það er hreint ekkert grín að gleypa svín.
Hún gleypti svín til að ná í hund,
hvílík stund að gleypa hund.
Hún gleypti hund til að ná í kött,
það er hreint út í hött að gleypa kött.
Hún gleypti kött til að ná í fugl,
hvílíkt rugl að gleypa fugl.
Hún gleypti fugl til að ná í mý,
skil ekkert í því að gleypa mý - hún deyr kannski af því.
Það var gömul kona sem gleypti hest,
fyrir rest hún gleypti hest.
Hún gleypti hest til að ná í kú,
hana nú, hún gleypti kú.
Hún gleypti kú til að ná í svín,
það er hreint ekkert grín að gleypa svín.
Hún gleypti svín til að ná í hund,
hvílík stund að gleypa hund.
Hún gleypti hund til að ná í kött,
það er hreint út í hött að gleypa kött.
Hún gleypti kött til að ná í fugl,
hvílíkt rugl að gleypa fugl.
Hún gleypti fugl til að ná í mý,
skil ekkert í því að gleypa mý - enda dó hún af því.
Höfundur ókunnur