24. janúar 2002  #
Gifsgrímur
Bekkurinn okkar í Ingunnarskóla var að búa til gifsgrímur í dag og við Birna fengum að hjálpa til við að setja gifsið á andlit þeirra. Mér fannst þetta mjög spennandi og er ánægð að hafa fengið þetta tækifæri. Við settum gifsgrímur hvort á annað í 12 ára bekk í Laugarnesskóla og mig minnti endilega að þetta hefði tekið mun lengri tíma og verið flóknara. En þetta er í raun og veru einfalt og frekar fljótlegt. Það væri gaman að æfa sig svolítið að föndra svona með gifsi, bæði við grímu- og hattagerð og eins til að gera líkön af landslagi og bara alls kyns skúlptúra. Besta að kaupa pakka af gifsgrisjum næst þegar maður skreppur í apótekið...

Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!


<< Fyrri dagurNýjasta færslaNæsti dagur >>

Blogg:
Jói
Mamma
Guðbjörg
Magnús Már
Karlotta
Daði
Stefa
Rakel
Marta
Bára
Halla
Elva
Jóhanna

Guðrún Brynja
Karen Elva
Unnsteinn
Ingunn
Simmi
Anna Sigga
Kristinn
Bojskovbúar
Eva
"Afi" (ekki þó minn)

Útlend blogg:
Jan og Elly Melker
Iceland Eyes

Art Lad

Blogg í dvala:
Elísabet
Frú Eva (Stefumamma)
Hófí
Helga Sigrún
Svanhildur
Hulda
Heiður
C-bekkurinn MR
D-bekkurinn KHÍ

..og svo er
fullt af sniðugum
bloggurum
á
rss.molunum